fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

Landhelgisgæslan sparaði 25-30 milljónir með því að kaupa olíu í Færeyjum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 5. september 2023 09:30

Varðskipið Freyja. Mynd: Landhelgisgæslan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Varðskipið Freyja var við æfingar með færeysku landhelgisgæslunni og danska sjóhernum við Færeyjar í síðustu viku. Tækifærið var notað til að kaupa um 750.000 lítra af skipagasolíu á Freyju. Með þessu sparaði Gæslan 25-30 milljónir miðað við að olían hefði verið keypt hér á landi.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag og hefur eftir Ásgeiri Erlendssyni, upplýsingafulltrúa Gæslunnar, að olían hafi kostað tæplega 80 milljónir í Færeyjum og að gera megi ráð fyrir að verðmunurinn á milli Færeyja og Íslands hafi verið að minnsta kosti 30%. Stóran hluta af verðmuninum má skýra með að Gæslan þarf ekki að greiða virðisaukaskatt ef olían er keypt í Færeyjum.

Ásgeir sagði að fjárhagsstaða Gæslunnar sé slæm og eðli starfsemi hennar sé þannig að útilokað sé að einskorða olíutökur varðskipanna við Ísland. Í ljósi slæmrar fjárhagsstöðu hafi ekki annað þótt koma til greina en að taka olíu í ferðinni, sérstaklega í ljósi þess að tugum milljóna munar á verðinu þegar svona mikið magn er keypt.

Eldsneytiskostnaður Gæslunnar hefur hækkað úr 205 milljónum 2021 í um 661 milljón á þessu ári. Er þá átt við eldsneyti á skip, báta, þyrlur og flugvél.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan Páll lenti í fangelsi í Egyptalandi – „Heyrðu, hvað gerist ef ég játa?“

Kjartan Páll lenti í fangelsi í Egyptalandi – „Heyrðu, hvað gerist ef ég játa?“