fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Fréttir

Tveir félagar dæmdir fyrir hrottaskap í Reykjanesbæ

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 1. september 2023 09:40

Mynd: Hari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir menn voru þann 24. ágúst sakfelldir í Héraðsdómi Reykjaness fyrir líkamsárásir.

Annar maðurinn var ákærður fyrir að hafa aðfaranótt laugardagsins 2. júlí 2022 ráðist á mann á gangstétt í Reykjanesbæ og slegið hann með hægri hendi í andlitið með þeim afleiðingum að maðurinn hlaut brot á nefbeini og skurð á nefi, sem og skurð á milli augabrúna. Einnig bólgur, eymsli og höfuðverk.

Báðir mennirnir voru ákærðir fyrir líkamsárás á dansgólfi skemmtistaðar í Reykjanesbæ. Annars þeirra sló mann í andlitið með þeim afleiðingum að sá féll í gólfið og missti meðvitund.

Sá fyrrnefndi var einnig sakaður um árás á dansgólfinu er hann ýtti með rassi sínum í mann þar og sló viðkomandi í kjöflarið í andlitið, svo sá missti jafnvægið og hrasaði.

Hrósað fyrir dugnað

Mennirnir játuðu báðir sök fyrir dómi samkvæmt ákæru og lýstu yfir iðrun. Þeir lögðu jafnframt fram vottorð frá vinnuveitendum sínum fyrir dómi þar sem borið er lof á þá fyrir dugnað og góða framkomu í starfi.

Annar maðurinn var dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 620 þúsund króna í miskabætur. Hinn maðurinn var dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu rúmlega hálfrar milljónar í miskabætur.

Dóminn má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan leitar að ökumanni á bláum jeppa – Ók á konu á rafmagnshlaupahjóli

Lögreglan leitar að ökumanni á bláum jeppa – Ók á konu á rafmagnshlaupahjóli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jónas Már um málþóf Sjálfstæðisflokksins – „Ég bið ekki um meira en smá fjölbreytni í dagskrána“

Jónas Már um málþóf Sjálfstæðisflokksins – „Ég bið ekki um meira en smá fjölbreytni í dagskrána“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halldóra andmælir Grími – „Skipulögð brotastarfsemi er ekkert náttúrulögmál“

Halldóra andmælir Grími – „Skipulögð brotastarfsemi er ekkert náttúrulögmál“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Róttæk breyting hjá Netflix – Svona mun nýja notendaviðmótið líta út

Róttæk breyting hjá Netflix – Svona mun nýja notendaviðmótið líta út