fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Lögreglan hafði afskipti af ungmennum sem voru að veiða dúfur

Ritstjórn DV
Föstudaginn 1. september 2023 06:00

Dúfa sem tengist þó fréttinni ekki beint. Mynd/Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í gærkvöldi um ungmenni sem voru að lokka til sín dúfur og freista þess að handsama þær. Laganna verðir héldu á vettvang til að ræða við ungmennin en þá kom í ljós að þau voru með heimatilbúna gildru meðferðis og voru búin að handsama tvær dúfur og koma þeim fyrir í bakpoka sínum.

Frá þessu er greint í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en úrlausn málsins kemur þó ekki fram.

Flest útköll lögreglu tengdust einstaklingum í annarlegu ástandi og því miður voru sumir þeirra undir stýri. Einn slíkur var á rafmagnshlaupahjóli sem hann datt af og var hann fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar.

Þá fékk lögreglustöð 2, Hafnarfjörður og Garðabær, tilkynningu um innbrot í heimahús þar sem verðmætum var stolið. Málið er í rannsókn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt