fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Drengir stórskemmdu fornbíl fyrir Rúnari – „Ég er maðurinn sem mun fyrirgefa“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 1. september 2023 15:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var ófögur aðkoma í vikunni þegar Rúnar Sigurjónsson vitjaði um Benz vörubíl sinn á bílaplani við Hraunberg í vikunni. Búið var að brjóta allar rúður í bílnum og valda frekari skemmdum.

„Það eru óljósar lýsingar sjónarvotta á þeim sem þarna áttu í hlut, en sjónarvottar sjáu að þarna voru að verki tveir á að giska 10 ára drengir og svo einn eldri, kannski 12-13 ára. Það eru grunsemdir um hverjir þetta voru en sjónarvottarnir sáu þetta úr þannig fjarlægð að þeir bera ekki alveg kennsl á þá. Einn af sjónarvottunum kallar á þá og þau hlaupa þeir burtu, annars hefðu þeir eflaust skemmt meira,“ segir Rúnar. Auk þess að brjóta rúður beygluðu drengirnir aðra hliðina á bílnum með því að kasta grjóti í hana.

Vörubílinn er árgerð 1964 og í góðu standi. „Þetta eintak er með gilda skoðun og á númerum, en það má svo sem gera gott betra. En hann er mjög heill,“ segir Rúnar. Nú þegar er endurreisn gripsins hafin. „Það var til ein rúða á lager sem passar í hann en það verður eitthvert meira bras með framrúðuna, það mun samt takast.“ Aðspurður segir Rúnar að tjónið sé metið á um hálfa milljón króna.

Rúnar er formaður Fornbílaklúbbsins og hefur lagt mikla vinnu í viðhald fornbíla. Hann starfar sem vörustjóri hjá Skeljungi og rekur í frístundum bifreiðaverkstæðið Bíla-Doktorinn.

„Elsti fornbíllinn minn er Chevrolet árgerð 1931 en svo á ég bíla á ýmsum aldri. Sumir eru algjörar mublur en aðrir þurfa viðgerð frá grunni,“ segir Rúnar og útskýrir fornbílaáhuga sinn: „Það er fyrst og fremst áhugi á samgöngutækjasögu heimsins sem hefur valdið því að ég er kominn á þennan stað. Þetta er hluti af okkar sögu, sýnir hvaðan við komum og hvert við erum komin.“

Allir hafa gert eitthvað af sér

Rúnar vill ekki fordæma drengina sem skemmdu fornbílinn hans. „Þetta eru strákapör. Allir höfum við gert eitthvað af okkur sem börn, ég er ekki reiður en mér þætti vænt um að þeir sem gerðu þetta væri tilbúnir að játa og aðstoða mig í gegnum að laga þetta. Ég væri mjög sáttur ef þeir væru tilbúnir að gefa sig fram. Þetta eru strákar sem halda að svona sé sniðugt og átta sig ekki á hvað þeir hafa gert öðrum. Ég er maðurinn sem mun fyrirgefa og taka kurteislega á móti fólki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“