fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Daníel dæmdur sekur fyrir morð og lim­lestingu á líki – Búist við að hann verði dæmdur til lífstíðarfangelsisvistar

Ritstjórn DV
Föstudaginn 1. september 2023 11:24

Daníel Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daníel Gunnarsson hefur verið fundinn sekur um að hafa myrt skólasystur sína, Katie Pham, þann 18. maí 2021,  og misþyrmt líki hennar í kjölfarið. Kviðdómur héraðsdómstólsins í Kern í Kaliforníuríki komst að þessari niðurstöðu en dómurinn  féll á miðvikudaginn og Vísir greindi fyrst frá.

Daníel er 23 ára gamall en faðir hans er íslenskur og móðir hans frá Tékklandi. Mæðginin fluttu til bæjarins Ridgecrest fyrir nokkrum árum síðan. Þar gekk hann í skóla og kynnist þar Katie Pham.

Vikurnar fyrir morðið höfðu Katie og Daníel átt í stuttu ástarsambandi en hann neitaði sök í málinu. Lík Pham fannst í bílskúr á heimili stjúpföður Daníels og var Íslendingurinn handtekinn á vettvangi. Pham var með fjölda stungu­áverka á lík­ama og höfði sem drógu hana til dauða, en talið er að Daní­el hafi stungið hana með ís­nál. Þá var honum gefið að sök að hafa snert lík Pham með kyn­ferðis­leg­um hætti og var búið að fletta upp skyrtu henn­ar og toga bux­urn­ar niður þegar lög­regla kom að henni lát­inni á dýnu á gólfi bíl­skúrs­ins.

Sjá einnig:Íslendingur grunaður um morð í Bandaríkjunum – Talinn hafa sundurlimað líkið eftir ódæðið

Þá hefur komið fram að Daníel reyndi að svipta sig lífi daginn fyrir morðið með því að keyra á vegg. Var hann sagður hafa verið í uppnámi því að Pham tjáði honum að hún bæri ekki sömu tilfinningar í hans garð og hann til hennar.

Málið frestaðist um nokkurt skeið því dómari taldi að Daníel væri ekki í standi til að koma fyrir dóm og var honum gert að sækja meðferð hjá fagaðila. Að endingu var komist að þeirri niðurstöðu að Daníel væri sakhæfur og fór málið sína leið í réttarkerfinu.

Dómur yfir Daníel verður kveðinn upp þann 25.október næstkomandi en hann á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Skatturinn sagður hafa sýnt björgunarsveit of mikla hörku

Skatturinn sagður hafa sýnt björgunarsveit of mikla hörku
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu
Fréttir
Í gær

Sót frá líkbrennslu gerir íbúum í nágrenni Fossvogskirkjugarðs lífið leitt

Sót frá líkbrennslu gerir íbúum í nágrenni Fossvogskirkjugarðs lífið leitt
Fréttir
Í gær

Guðni Th. kennir á námskeiði um Þingvelli

Guðni Th. kennir á námskeiði um Þingvelli
Fréttir
Í gær

Úrgangur úr fiskvinnslu lak út á höfnina í Patreksfirði – Heppni að menn á olíuskipi sáu lekann

Úrgangur úr fiskvinnslu lak út á höfnina í Patreksfirði – Heppni að menn á olíuskipi sáu lekann