fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Herinn rænir völdum í Gabon – Ali Bongo í stofufangelsi

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 31. ágúst 2023 14:30

Ali Bongo, forseti Gabon, var meðal fyrirmenna sem mættu í útför Elísabetar Bretadrottningar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt er í upplausn í Mið-Afríkuríkinu Gabon eftir að herinn rændi völdum þar í landi. Valdaránið átti sér stað strax eftir að sitjandi forseti landsins, Ali Bongo Ondimba, var endurkjörinn sem forseti landsins en hann hefur ítrekað verið sakaður um kosningasvindl og spillingu á fjórtán ára valdatíð sinni. Var forsetanum gert að sæta stofufangelsi í kjölfar valdaránsins og óvíst er hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir hann og Bongo-ættina sem hefur ríkt yfir Gabon með harðri hendi í hálfa öld.

Gabon er ríkt af auðlindum en þrátt fyrir það býr meirihluti landsmanna við sára fáttækt. Það hefur þó ekki gilt um Ali Bongo og ættmenni hans en auðæfi þeirra eru gríðarleg. Þannig leiddi rannsókn í ljós að Bongo-fjölskyldan ætti 39 eignir í Frakklandi, um 70 bankareikninga og bílaflota að verðmæti um 200 milljónum króna.

Ali Bongo, sem er 64 ára gamall, tók við forsetaembættinu af föður sínum Omari Bongo, sem lést úr hjartaáfalli árið 2009 eftir rúmlega 42 ár í valdastóli. Omar hrifsaði til sín völdin í landinu árið 1967, aðeins sjö árum eftir að Gabon fékk sjálfstæði frá Frakklandi. Hann stjórnaði landinu með harðri hendi og bannaði fyrst um sinn alla stjórnmálaflokka nema sinn eigin.

Ali Bongo, sonur hans, hóf afskipti sín af stjórnmálum aðeins 22 ára gamall en þá var hann útnefndur utanríkisráðherra landsins og flakkaði síðan á milli ráðherrastóla næstu árin allt þar til að forsetastóllinn varð hans árið 2009.

Frá valdatökunni hefur Ali Bongo þrisvar sinnum verið endurkjörinn forseti en allar kosningarnar hafa verið afar umdeildar og verið mótmælt á götum úti í kjölfar þeirra.

Fregnir hafa borist að því að valdaráni hersins sé fagnað, að minnsta kosti af hluta þjóðarinnar, ákaft á götum úti í Gabon. Hvað verður um Ali Bongo og hans fólk er óljóst á þessari stundu. Talsmenn hersins hafa sagt að hann njóti allra réttinda og öryggi hans sé tryggt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“