Héraðssaksóknari hefur ákært konu fyrir brot gegn valdstjórninni. Þann 10. apríl árið 2022 er konan sögð hafa hrækt á lögreglumann með þeim afleiðingum að munnvatn hennar lenti á vinstri kinn hans. Atvikið átti sér stað í Þorlákshöfn.
Héraðssaksóknari krefst þess að konan verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.
Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Suðurlands þann 21. september næstkomandi.