fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Anna Margrét hjólar í óábyrga kattaeigendur – „Sjálfselskt fólk ræktar kettlinga“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 30. ágúst 2023 18:00

Anna Margrét Mynd samsett: Aðsend og Unsplash.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við sem vinnum við dýravelferð, björgun dýra og að hjálpa heimilislausum dýrum erum að DRUKKNA í köttum, heimilislausum köttum, kettlingum sem hefur verið hent út, kisum sem eiga eigendur eða hafa átt eigendur sem bera ENGA ábyrgð.

Plís ekki vera partur af vandamálinu og láta læðuna þína eignast kettlinga!“ segir Anna Margrét Áslaugardóttir í pistli sínum.

Anna Margrét sem situr í stjórn hjá Dýrfinna og Kattavinafélagi Íslands ritar pistilinn á Facebook-síðu sinni  í kjölfar pósts þar sem var óskað var eftir högna til þess að para við læðu, vegna þess að hún var óþolandi af breimi.

„Þó svo að þig langi í eitt got þá geta kettlingarnir lent hjá fólki sem gefst upp á þeim, flytur í burt og skilur þá eftir, týnir þeim og leitar ekki af þeim, hleypir þeim út ógeldum og þá í kjölfarið verða til hundruðir fleiri kettlingar,“ segir Anna Margrét sem er búin að fá sig fullsadda af dýraeigendum sem taka ekki ábyrgð og hugsa um dýrið sem langtímaverkefni, en ekki skammtímagæluverkefni.

„Vandamálið er það stórt á Íslandi núna að það sitja hundruðir katta í búrum að bíða eftir að eignast heimili á meðan sjálfselskt fólk „ræktar“ kettlinga því „eftirspurnin er svo mikil“ á meðan raunveruleikinn er að megnið af þessu fólki sem fær sér kettling losar sig við dýrið á næstu þremur árum,“ segir Anna Margrét sem segist ekki ætla að afsaka orðaval sitt því svona sé raunveruleikinn en fæstir viti hvað gerist bak við tjöldin hjádýrahjálparsamtökum á Íslandi.

Við þá sem langar í kött segir Anna Margrét: „Ekki kaupa / fá gefins kött/kettling af einstaklingum, þú veist aldrei hvort læðan sem átti kettlingana sé búin að gjóta og gjóta trekk í trekk því það er því miður til fólk sem stundar þetta (kettlingamyllur)! Það er ekki „björgun“ að taka kettlinga fra þessu fólki, það ýtir undir framleiðslu.“

Staðir sem Anna Margrét mælir frekar með að fá kettling hjá eru:

Kattholt – innifalið heilsufarsskoðun örmerking, geld/ófrjó, ormahreinsun, bólusetning og eigendaskipti örmerkis (dýraauðkenni.is)

Villikettir (allt landið) – innifalið heilsufarsskoðun, örmerking, geld/ófrjó, ormahreinsun, bólusetning og eigendaskipti örmerkis (dýraauðkenni.is)

Kisukot (Akureyri) – innifalið heilsufarsskoðun, örmerking, geld/ófrjó, ormahreinsun, bólusetning og eigendaskipti örmerkis (dýraauðkenni.is)

Dýrahjálp Íslands – innifalið heilsufarsskoðun, örmerking, geld/ófrjó, ormahreinsun, bólusetning og eigendaskipti örmerkis (dýraauðkenni.is)

Ódýrara að taka við kisu af dýraverndunarfélagi en fá dýrið gefins

Anna Margrét bendir á að það að taka við kisu frá þessum dýraverndunarfélögum sé ódýrara en að fá gefins kettling hjá einstaklingi og fara svo sjálfur með dýrið til dýralæknis í örmerkingu (lagaleg skylda), bólusetningu og ormahreinsun (lagaleg skylda) og ófrjósemisaðgerð/gelding (skylda í sumum bæjarfélögum ef á að hleypa kisu út) .

Á ég að fá mér kettling eða fullorðinn kött?

Margir velta því fyrir sér þegar þeir hyggjast fá kött inn á heimilið hvort þeir eigi að fá sér kettling eða fullorðinn kött. Anna Margrét ráðleggur fólki þar: 

„Kettlingar eru ofsaleg krútt en eru oftast gefins/til sölu hjá einstaklingum alltof snemma. Þegar kettlingur hefur lært allt sem hann þarf af móður sinni þá er hann ennþá lítill en orðinn meira líkur ketti í framan (ennþá sætur samt ) orðinn 12 vikna. Þó að 12 vikna kettlingar séu þroskari í framan en átta vikna (aldur sem sumt fólk gefur þá frá læðunni) þá er dýrið samt ungviði og við tekur mikill umsjónartími hjá nýjum eigendum, kettlingar eru líklegri til að skemma húsgögn og bíta og klóra frá sér.

Ef þú tekur að sér stálpaðri kött þá veistu meira hvort persónuleiki kattarins eigi við heimilisaðstæður, til dæmis hvort kisi sé vanur öðrum dýrum, líki við börn, þurfi að vera útikisa eða hvort hann unir sér best innandyra, hvort hann veiði, hvort hann sé hrædd og til baka týpa eða mjög (stundum of) félagslyndur. Eldri kettir og fyrrum vergangs og sumir fyrrum villikettir eiga það til að sýna mikið þakklæti fyrir nýtt og umhyggjusamt heimili og það er ekkert betra en að finna þá ást.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum