fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Valeria afgreiðir viðskiptavini á íslensku – „Skaftfellski einhljóðaframburðurinn lifir góðu lífi meðal erlendra ferðamanna“ 

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 29. ágúst 2023 14:00

Kaffibúsið og kaffibrennskan Valeria á Grundarfirði Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið hefur verið rætt og ritað um ferðaþjónustuna hérlendis og á meðal gagnrýni hvað hana varðar er að skilti, leiðbeiningar, nöfn veitingastaða, matseðla og svo framvegis séu alfarið á erlendu tungumáli, oftast ensku, eða hampi enskunni ofar og íslenskan sett í annað sæti.

Á meðal staða sem ákveða að hampa íslenskunni og hvetja þannig erlenda viðskiptavini til a spreyta sig á tungumálinu er kaffibrennslan og kaffihúsið Valeria á Grundarfirði.

„Yfirlýsing. Í ljósi frétta undanfarið vill Valería árétta að hér fara öll viðskipti fram á íslensku. Orðabækur fyrir kúnna sem vilja spreyta sig liggja víða um kaffihúsið, það hefur komið í ljós að skaftfellski einhljóðaframburðurinn sem var talinn á undanhaldi lifir góðu lífi meðal erlendra ferðamanna,“ segir í færslu á Facebook og meðfylgjandi er mynd af helstu orðum/setningum til að panta sér kaffi. 

Mynd: Facebook

Á meðal þeirra sem hæla framtakinu er Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. „Skemmtilegt. Ég einmitt geri í því að læra orð og orð á ferðum mínum.“

Hjónin Marta Magnúsdóttir og Jan Van Haas opnuðu kaffihúsið Valeria í júní í fyrra. Marta er uppalinn Grundfirðingur og Jan er frá Kólumbíu, foreldrar hans voru kaffibændur og ólst hann upp á litlum sveitabæ þar sem fjölskyldan ræktaði kaffiber. Valeria flytur inn kaffibaunir beint frá bændum í Kólumbíu, og senda hjónin þær víðar á landinu í aðrar verslanir eða beint til viðskiptavina.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“