fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Kannabisræktandi síbrotamaður hefur beitt foreldra sína ítrekuðu ofbeldi – Hætti þegar pabbi hans lofaði að leggja inn á hann pening

Ritstjórn DV
Föstudaginn 25. ágúst 2023 16:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur staðfest þann úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur að síbrotamanni, sem hefur beitt foreldra sínu ítrekað hrottalegu ofbeldi og hótaði að drepa þau, verði gert að sæta gæsluvarðhaldi til 15. september næstkomandi.

Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kemur fram að lögreglan hafi verið kölluð til vegna heimilisofbeldis þann 19. ágúst síðastliðinn. Hafði maður þá reiðst foreldrunum sínum fyrir skort á fjárhagslegum stuðningi. Hafi hann slegið móður sína í andlitið og hrint henni á hillu en í kjölfarið staðið yfir pabba sínum með skæri og hótað að stinga hann og drepa. Maðurinn hafi yfirgefið heimili foreldra sinna þegar faðir hans hafi lofað að leggja inn á hann pening.

Hótaði að fremja fjöldamorð

Lögregla fór þegar í stað að leita að manninum en á meðan þeirri leit stóð hringdi maðurinn í Neyðarlínuna þar sem hann kom á framfæri hótunum gagnvart foreldrum sínum og lögreglu og talaði um fjöldamorð.

Skömmu síðar var maðurinn handtekinn á heimili sínu en þar kom í ljós kannabisræktun sem taldi 58 plöntur.

Við yfirheyrslu gekkst maðurinn við hegðun sinni, að mestu leyti, en ekki tókst að ljúka skýrslutöku því maðurinn brjálaðist skyndilega, hóf að öskra og kýldi í tölvu lögreglu. Þá ítrekaði hann að hann hygðist drepa foreldra sína. Þegar verið var að flytja hann á lögreglustöð þá hrækti maðurinn í andlit og bæði augu lögreglumanns.

Fleiri ofbeldisbrot gegn ástvinum

Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kemur enn fremur fram að brotaferill mannsins er langur en hann hefur gerst sekur um fjölmörg ofbeldisbrot og brot gegn nálgunarbanni. Þá er hann með fjölmörg opin mál á skrá lögreglu. Flest þeirra beinast gegn foreldrum hans auk umferðarlagabrota.

4. apríl 2023 –Heimilisofbeldi, eignaspjöll og hótanir. Með því að hafa farið inn í svefnherbergi foreldra sinna þar sem þau lágu í rúmi, dregið upp hníf og ógnað þeim með hnífnum og hótað þeim lífláti. Hafi móðir kærða farið á salernið og kærði sparkað upp hurðinni á salerninu. Er kærði uppgötvaði að pabbi hans hafi hringt á lögreglu hafi hann kastað farsíma í hann með þeim afleiðingum að síminn lenti í gólfi eða vegg og brotnaði. Kærði gekkst við eignaspjöllum að einhverju leiti en vildi annars ekki tjá sig um sakarefnið.

 

12. maí 2023 -Umferðarlagabrot: Með því að hafa ekið án þess að hafa öðlast ökurétt og óhæfur til að stjórna bifreiðinni örugglega vegna áhrifa slævandi lyfja (í blóði mældist oxýkódon 130 ng/ml).

17. júní 2023 -Umferðarlagabrot: Með því að hafa ekið án þess að hafa öðlast ökurétt og óhæfur til að stjórna bifreið örugglega vegna áhrifa ávana-og fíkniefna

27. júní 2023 –Heimilisofbeldi, hótanir, eignaspjöll og fjársvik: Með því að krefja pabba sinn um peninga vegna bifreiðaviðskipta og er pabbi hans neitaði sent honum ítrekaðar líflátshótanir í textaskilaboðum þar sem hann hótaði m.a. að stinga foreldra sína og kveikja í húsi þeirra. Í kjölfarið farið að heimili foreldra sinna og hótað mömmu sinni lífláti með þeim afleiðingum að hún flúði heimili sitt. Hafi kærði þá byrjað að skemma muni á heimilinu og sent pabba sínum skilaboð jafnóðum með myndum af skemmdunum. Hafi hann m.a. brotið sjónvarp, borð og vegg. Var kærða í kjölfarið birt ákvörðun um nálgunarbann gegn foreldrum sínum. Kærði gekkst við háttseminni að einhverju leiti.

28. júní 2023 –Brot gegn nálgunarbanni, heimilisofbeldi oghótanir: Með því að hafa komið á heimili foreldra sinna, þrátt fyrir að vera í nálgunarbanni, leitað að hníf og hótað því að stinga menn ef lögreglan kæmi og hótað því að stinga foreldra sína. Kærði handtekinn á vettvangi.

Telur lögregla blasa við að maðurinn hljóti óskilorðsbunda fangelsisrefsingu verði hann fundur sekur um brot sín. Gæsluvarðhald sé nauðsynlegt til að verja aðra fyrir árásum mannsin en hann hefur ítrekað sýnt af sér ofbeldisfulla hegðungagnvart foreldrum sínum og systur.

Fyrir nokkrum árum var hinum kærða gert að undirgangast geðmat.  Sjúkdómsgreiningar voru áráttu-og þráhyggjuröskun með ríkjandi þráhyggjuathöfnum, lyfjafíkn (geð-og atferlisraskanir af völdum notkunar margra lyfja), truflun á virkni og athygli og félagsleg persónuröskun. Þá hefur kærði sjálfur greint frá því í nýlegum málum að hann sé haldinn mikilli þráhyggju. Samkvæmt framangreindu geðmati hefur kærði fengið þráhyggju í samböndum sínum sem hefur gert ástand hans mun verra.

Þá framkvæmdi lögregla áhættumat þann 11. júlí 2023. Niðurstöður matsins benda til þess að mjög mikil áhætta sé á almennri ofbeldishegðun af hendi mannsins sem reynst gæti þolendum hans lífshættuleg.

Landsréttur komst því að þeirri niðurstöðu að rétt væri að staðfesta gæsluvarðhaldsúrskurðinn yfir manninum.

Úrskurður Landsréttar í heild sinni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“