fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
Fréttir

Birgitta Líf segir Enok hafa orðið fyrir líkamsárás við ÁTVR á Dalvegi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 18. ágúst 2023 22:19

Frá vettvangi árásarinnar en á myndinni má sjá Birgittu Líf í hópi lögreglumanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um sjöleytið í kvöld var lög­reglan kölluð til vegna slags­mála sem brutust út á bíla­planinu við ÁTVR á Dal­vegi í Kópa­vogi. Vísir greindi fyrst frá málinu en samkvæmt frétt miðilsins var sjúkrabíll einnig kallaður á vettvang og voru tveir aðilar færðir í fangaklefa vegna málsins.

Sá sem varð fyrir árásinni var Enok Vatnar Jónsson, kærasti  Birgittu Lífar Björnsdóttur, eins vinsælasta áhrifavalds landsins. Hafa sjónarvottar tjáð DV að barefli hafi meðal annars farið á loft en á meðan barsmíðunum stóð hélt Birgitta Líf sig til hliðar og fylgdist skelfd með. Í vikunni var greint frá því að parið ætti von á sínu fyrsta barni saman.

Birgitta Líf setti tilkynningu inn á Instagram-síðu sína nú fyrir stundu þar sem hún þakkaði kveðjurnar sem parinu hefur borist og greindi frá því að allir væru heilir á húfi á hennar heimili. Fullyrti hún að um líkamsárás hafi verið að ræða og þakkaði hún lögreglunni fyrir skjót viðbrögð og sagði að gerendurnir væru nú í höndum laganna varða.

Uppfært: Í frétt Vísis nú fyrir stundu kemur fram að samkvæmt heimildum miðilsins hafi árásarmennirnir verið með hníf, piparúða og hamar á sér og Enok og Birgitta hafi ekki þekkt deili á þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kviknaði í fjórhjóli í Garðabæ

Kviknaði í fjórhjóli í Garðabæ
Fréttir
Í gær

Framganga lögreglumanna sögð hafa verið ámælisverð – Húsleit án heimildar og mjög vafasöm valdbeiting

Framganga lögreglumanna sögð hafa verið ámælisverð – Húsleit án heimildar og mjög vafasöm valdbeiting
Fréttir
Í gær

Hörmungar á Gaza í nótt: 60 drepnir í nótt, þar á meðal mörg börn

Hörmungar á Gaza í nótt: 60 drepnir í nótt, þar á meðal mörg börn
Fréttir
Í gær

Fórnarlamb hnífstunguárásar í Grindavík á yfir höfði sér ákæru fyrir íkveikju á Ásbrú

Fórnarlamb hnífstunguárásar í Grindavík á yfir höfði sér ákæru fyrir íkveikju á Ásbrú
Fréttir
Í gær

Segir Sigríði hafa brotið ýmsar reglur með viðskiptunum við Þórunni

Segir Sigríði hafa brotið ýmsar reglur með viðskiptunum við Þórunni
Fréttir
Í gær

Mikilvæg tilkynning frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu – „Þrátt fyrir aðvaranir hefur borið mikið á því í dag“

Mikilvæg tilkynning frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu – „Þrátt fyrir aðvaranir hefur borið mikið á því í dag“