fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Haraldur Ingi með 46 milljónir króna á mánuði í fyrra – Pétur Hafsteinn Skattakóngur

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 17. ágúst 2023 21:35

Haraldur Ingi Þorleifsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haraldur Ingi Þorleifsson, stofnandi Ueno og fyrrum starfsmaður Twitter, var tekjuhæsti Íslendingurinn í fyrra með 46 milljónir króna í mánaðartekjur árið 2022. Þetta er niðurstaða úttektar Frjálsar verslunar en Tekjublaðið er nú aðgengilegt á vef vb.is og kemur í verslanir á morgun.

Rétt er að geta þess að um útsvarsskyldar tekjur eru að ræða og þurfa ekki að endurspegla föst laun viðkomandi.

Þetta er annað árið í röð sem Haraldur Ingi er í hæstu hæðum á tekjulistanum en árið 2021 var hann með 102 milljónir króna á mánuði. Það skýrðist af sölu hans á Ueno til Twitter en eins og frægt og samdi Haraldur Ingi við tæknirisann um að stærstur hluti kaupverðsins yrði greiddur með launagreiðslum.

Sjá einnig: Haraldur bjóst við gullinu en tekur glaður við silfrinu í Skattakóngskeppninni

Þannig borgaði hann hæstu mögulegu skattprósentu til Íslands af söluverðinu en ljóst er að Haraldur Ingi hefði getað sparað sér hundruði milljóna með því að greiða sér kaupverðið út í arð. Hann borgar um 450 milljónir króna í heildarskatt en hefði getað nánast helmingað þá upphæð með því að taka peninginn út sem arðgreiðslu og greiða af henni fjármagnstekjuskatt.

Haraldur Ingi varð í kjölfar sölunnar starfsmaður hjá Twitter en óhætt er að fullyrða að hann hafi ekki verið hrifinn af innreið Elon Musk, ríkasta manns heims, inn í fyrirtækið og tilkynnti hann um að hann hefði látið af störfum hjá fyrirtækinu í apríl á þessu ári.

Skattakóngur í kjölfar sölunnar á Vísi

Samkvæmt úttekt Heimildarinnar var Pétur Hafsteinn Pálsson, sem var stærsti hluthafi í útgerðarfyrirtækinu Vísi í Grindavík er það var selt Síldarvinnslunni á 31 milljarð króna í fyrra, skattakóngur ársins 2022. Heildarárstekjur hans námu tæplega 4,1 milljörðum króna og greiddi hann samanlagt tæpar 903 milljónir í skatt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“