fbpx
Mánudagur 27.október 2025
Fréttir

Starfsmaður British Museum rekinn vegna stolinna muna

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 16. ágúst 2023 18:30

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ónefndur starfsmaður hjá British Museum í London hefur verið rekinn vegna gruns um að hann hafi stolið fágætum munum af safninu og skemmt aðra þeirra. Metro greinir frá þessu.

Meðal munanna eru skartgripir, steinar og glermunir frá því á 15. öld fyrir krist og fram til 19 aldar eftir krist.

Að sögn talsmanna safnsins eru flestir hlutirnir smágerðir og voru geymdir í geymslu á safninu. Þeir höfðu ekki verið til sýnis lengi en voru notaðir við rannsóknir.

Hinn grunaði hefur verið leystur frá störfum og forsvarsmenn safnsins hafa hleypt af stað sjálfstæðri rannsókn á hinum meintu brotum, en brotin eru líka til rannsóknar hjá fjársvikadeild Lundúnalögreglunnar.

„Safnið biðst afsökunar á því sem hefur gerst en við höfum bundið enda á þetta og erum staðráðin í að koma þessum málum í lag,“ segir Hartwig Fisher, forstjóri British Museum, í yfirlýsingu. „Við höfum hert á öryggisreglum okkar og erum í samvinnu við utanaðkomandi sérfræðinga við að setja saman fullkomna skrá yfir hluti sem eru týndir, skemmdir eða stolnir. Þetta er forsenda þess að við getum endurheimt munina.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Veðurstofan gefur út viðvörun vegna snjókomu á morgun

Veðurstofan gefur út viðvörun vegna snjókomu á morgun
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Kári gerir upp covid tímann – „Ég er býsna ánægður með heildarútkomuna“

Kári gerir upp covid tímann – „Ég er býsna ánægður með heildarútkomuna“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Lögðu af stað í skínandi veðri á laugardag – Annað blasti við í gærmorgun

Lögðu af stað í skínandi veðri á laugardag – Annað blasti við í gærmorgun
Fréttir
Í gær

Burðaðist með áföllin eftir snjóflóðin 1995 á bakinu í rúma tvo áratugi – „Ég lagði allt sem ég gat í þessa leit og meira til“

Burðaðist með áföllin eftir snjóflóðin 1995 á bakinu í rúma tvo áratugi – „Ég lagði allt sem ég gat í þessa leit og meira til“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ráðuneytið telur gæludýrafrumvarp Ingu standast stjórnarskránna – Friðhelgi einkalífs og eigna

Ráðuneytið telur gæludýrafrumvarp Ingu standast stjórnarskránna – Friðhelgi einkalífs og eigna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Krefjast nýs aðalfundar í Sósíalistaflokknum

Krefjast nýs aðalfundar í Sósíalistaflokknum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir orð sín hafa verið rangtúlkuð og hafa þyrlað upp moldviðri

Segir orð sín hafa verið rangtúlkuð og hafa þyrlað upp moldviðri
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fyrsta greinin sem birtist í íslensku blaði eftir konu um misrétti kynjanna – Eptir unga stúlku í Reykjavík

Fyrsta greinin sem birtist í íslensku blaði eftir konu um misrétti kynjanna – Eptir unga stúlku í Reykjavík