fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Starfsmaður British Museum rekinn vegna stolinna muna

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 16. ágúst 2023 18:30

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ónefndur starfsmaður hjá British Museum í London hefur verið rekinn vegna gruns um að hann hafi stolið fágætum munum af safninu og skemmt aðra þeirra. Metro greinir frá þessu.

Meðal munanna eru skartgripir, steinar og glermunir frá því á 15. öld fyrir krist og fram til 19 aldar eftir krist.

Að sögn talsmanna safnsins eru flestir hlutirnir smágerðir og voru geymdir í geymslu á safninu. Þeir höfðu ekki verið til sýnis lengi en voru notaðir við rannsóknir.

Hinn grunaði hefur verið leystur frá störfum og forsvarsmenn safnsins hafa hleypt af stað sjálfstæðri rannsókn á hinum meintu brotum, en brotin eru líka til rannsóknar hjá fjársvikadeild Lundúnalögreglunnar.

„Safnið biðst afsökunar á því sem hefur gerst en við höfum bundið enda á þetta og erum staðráðin í að koma þessum málum í lag,“ segir Hartwig Fisher, forstjóri British Museum, í yfirlýsingu. „Við höfum hert á öryggisreglum okkar og erum í samvinnu við utanaðkomandi sérfræðinga við að setja saman fullkomna skrá yfir hluti sem eru týndir, skemmdir eða stolnir. Þetta er forsenda þess að við getum endurheimt munina.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Neysla íslenskra barna á ávöxtum og grænmeti hefur aukist um 20 tonn

Neysla íslenskra barna á ávöxtum og grænmeti hefur aukist um 20 tonn
Fréttir
Í gær

Fyrrum bæjarfulltrúi dreginn fyrir dóm í leigudeilu – Lætur ekki ná í sig í Noregi

Fyrrum bæjarfulltrúi dreginn fyrir dóm í leigudeilu – Lætur ekki ná í sig í Noregi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja að algengasta verkjalyf heims gæti aukið líkur á einhverfu og ADHD

Telja að algengasta verkjalyf heims gæti aukið líkur á einhverfu og ADHD
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þetta eru skilyrðin sem Pútín setur fyrir friðarsamningi

Þetta eru skilyrðin sem Pútín setur fyrir friðarsamningi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framkvæmdir við græna gímaldið ekki stöðvaðar

Framkvæmdir við græna gímaldið ekki stöðvaðar