fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Vægur dómur yfir burðardýri

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 11. ágúst 2023 19:00

Héraðsdómur Reykjaness

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona var í dag sakfelld í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa flutt til landsins tæplega 100 grömm af kókaíni með styrkleika 83%, ætluðu til söludreifingar hér á landi.

Konan flutti efnin í flugi frá Gdansk í Póllandi til Keflavíkurflugvallar, og voru þau falin í farangurstösku sem konan hafði meðferðis.

Konan játaði brot sitt skýlaust fyrir dómi. Hún er með hreint sakavottorð og ekki er talið að hún hafi verið eigandi fíkniefnanna né tekið þátt í skipulagningu á kaupum og innflutningi þeirra til Íslands.

Var konan dæmd í tveggja og hálfsmánaðar fangelsi. Frá þeirri refsingu dregst gæsluvarðhald konunnar en hún hefur setið inni síðan atvikið átti sér stað, þ.e. frá 13. júní síðastliðnum. Er því ljóst að hún á ekki langan tíma eftir ósetinn í fangelsi vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Í gær

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga