fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
Fréttir

Tákn spreyjuð á eyðibýli út um allt land – „Mér finnst þetta til háborinnar skammar“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 11. ágúst 2023 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér finnst þetta til háborinnar skammar og það getur ekki verið leyfilegt að gera svona á landareign annarra. Þetta er yfirgangur og frekja og veitir engum ánægju nema þeim sem framkvæmir skemmdarverkið,“ segir Gunnar Arngrímur Birgisson leiðsögumaður en hann hefur birt myndir af veggjaspreyji á eyðibýlum í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar. Hefur hann orðið var við slík ummerki á fimm ólíkum stöðum undanfarið og aðrir vitna um fleiri dæmi.

Ávallt er um að ræða samskonar tákn og sjá má á meðfylgjandi mynd og eru þau ýmist bleik eða blá. Gunnar hefur ekki hugmynd um hverjir eru þarna að verki. „Ég vil ekki kalla þetta listamenn og ég veit ekki hver eru þarna að verki en mér er tjáð að það þetta séu ekki þekktir íslenskri götulistamenn. Ég held að þetta séu pottþétt sömu aðilarnir að verki á öllum stöðunum,“ segir Gunnar í samtali við DV. Alls staðar þar sem um ræðir hefur samskonar tákn verið spreyjað á eyðibýlin og því virðist vera um sömu aðila að ræða í öllum tilvikum.

Meðal staða þar sem þessi ummerki hafa fundist á eyðibýlum eru Ísafjarðardjúp, Laxárdalur, Hunkubakkar og við afleggjarann að Dyrhólaey.

„Ég veit svo sem ekki hvaða viðurlög eru við svona uppátækjum en þetta getur ekki verið löglegt. Flest allir leiðsögumenn sem ég hef rætt við fordæma þetta,“ segir Gunnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

FESTI aðalstyrktaraðili Félags kvenna í atvinnulífinu

FESTI aðalstyrktaraðili Félags kvenna í atvinnulífinu
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Stefán Máni segir frá tálbeitunni sem fylgt hefur honum í 17 ár – „Ég opnaði bara einhverjar dyr og Hörður gekk inn um þær“

Stefán Máni segir frá tálbeitunni sem fylgt hefur honum í 17 ár – „Ég opnaði bara einhverjar dyr og Hörður gekk inn um þær“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Einar segir stöðuna að teiknast upp á verri veg – Lítið skyggni á Reykjanesbraut

Einar segir stöðuna að teiknast upp á verri veg – Lítið skyggni á Reykjanesbraut
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Lögregla vísar fólki úr röðum við hjólbarðaverkstæði – Vanbúnir bílar fjarlægðir með dráttarbílum

Lögregla vísar fólki úr röðum við hjólbarðaverkstæði – Vanbúnir bílar fjarlægðir með dráttarbílum
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Lögregla með áríðandi tilkynningu – Mjög slæm færð á höfuðborgarsvæðinu

Lögregla með áríðandi tilkynningu – Mjög slæm færð á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Bætir í snjókomuna í dag – Gul viðvörun í gildi

Bætir í snjókomuna í dag – Gul viðvörun í gildi