fbpx
Föstudagur 23.maí 2025
Fréttir

Sakar Eir um alvarlega vanrækslu á móður sinni – „Ástandið þarna á þessari deild er hryllingur“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 4. ágúst 2023 18:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Egill Þorfinnsson fer þungum orðum um ástandið á hjúkrunarheimilinu Eir, í færslu sem systir hans, Dúa Þorfinnsdóttir, birtir á Facebook. Hann birtir myndir af illa útlítandi fótum móður sinnar sem hann segir ekki hafa notið fótsnyrtingar svo mánuðum skipti. Hann lýsir samskiptum sínum við starfsfólk um þetta og grípum við hér niður í langri færslunni:

„Ég sagði henni að mér hefði verið lofað því að læknir mundi skoða fætur móður minnar þá um morgunin. „Neinei læknir ekkert skoða fætur, engin biðja um það“ Ég sýndi henni þá myndir þessar af fótum móður minnar og spurði hana hvort henni finndist þetta eðlilegt ástand. Hún þagði. Ég bað hana bara að svara mér með einföldu „já“ eða „nei“ hvort hún teldi þetta eðlilegt. Ekkert svar.

Nú skyndilega fór hún að hunsa mig með öllu, fór að taka upp síma og hringja í allar áttir varðandi einhver önnur mál. En ég gaf mig ekki og spurði af hverju ekkert hefði verið gert varðandi fætur móður minnar svo mánuðum skipti. Ekkert svar. Var nú farið að síga nokkuð í mig og bað ég hana um að koma með mér inn á herbergi og skoða fætur móður minnar. Nei, læknir verður að gera það svaraði hún. Ég bað hana aftur um að koma og kíkja á fætur móður minnar og meta ástandið en hún neitaði því tvívegis. Hér hvorki gekk né rak í samskiptum okkar og svaraði hún mér ekki lengur einu eða neinu. Að endingu bað ég hana um að athuga hvenær móðir mín hefði síðast fengið fótsnyrtingu/umhirðu. Því NEITAÐI {XXX}.

Þó skal tekið fram að í samskiptum mínum við hana og annað starfsfólk kom fram að ég gæti bara pantað fótsnyrtingu. Ég sagði þeim að það væri ekki í mínum verkahring að sjá um ummönnun móður minnar og sjá fyrir þörfum hennar á hjúkrunarheimilinu þegar að það kæmi að heilsu hennar. Einnig var mér sagt að fótaaðgerðafræðingur sem sinnti Eir væri búinn að vera í fríi í 2-3 vikur. Ég benti þeim á að það kæmi þessu máli bara ekkert við.

Svo er staðan þannig í dag að það er ekki hægt að færa móður mína á milli hæða í hjólastól en mér var sagt fyrir um mánuði síðan að það væri ekkert mál að fá fótsnyrtinn upp á herbergi. En aðalmálið er að hér erum um langvarandi vanrækslu að ræða sem getur leitt til frekari vandamála sýkinga, óþæginda og jafnvel enn verri hluta. En viðbrögðin, viðmótið og ástandið þarna á þessari deild er hryllingur. Og þessi {XXX} væri kannski betur kominn í uppvaski á Eir þar sem aðstandendur þurfa ekki að eiga í samskiptum við hana. Takið VEL eftir, hún neitaði bæði að að líta á fætur móður minnar og sagðist ekkert vita um þetta ástand og síðast en ekki síst neitaði mér um upplýsingar um hvenær síðast var hugað að fótum móður minnar og þeir snyrtir.“

Dúa birtir einnig eldri færslu bróður síns þar sem hann heldur því fram að fjórar framtennur hafi verið teknar úr móður hans án vitundar og samþykkis aðstandenda. Tekið skal fram að móðir Egils er heilabiluð og segir hann:

„Á móðir mín heilabiliuð að stjórna læknismeðferð sinni, ummönnun og bera ein ábyrgð á heilsu sinni. Þetta er svo bilað. „Við megum ekki neyða hana til að bursta í sér tennurnar en megum láta draga úr henni tennurnar““

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Lögregla þarf að ná tali af þessum manni

Lögregla þarf að ná tali af þessum manni
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Íbúi á Skyggnisbraut áhyggjufullur: „Hún þorir ekki að fara ein af ótta við þessa menn“

Íbúi á Skyggnisbraut áhyggjufullur: „Hún þorir ekki að fara ein af ótta við þessa menn“
Fréttir
Í gær

Aðstandendur Sigurðar kærðu vinnubrögð eftir andlát hans til eftirlitsnefndar

Aðstandendur Sigurðar kærðu vinnubrögð eftir andlát hans til eftirlitsnefndar
Fréttir
Í gær

Þrír réðust á ungmenni í Hafnarfirði og ógnuðu með hnífi

Þrír réðust á ungmenni í Hafnarfirði og ógnuðu með hnífi