fbpx
Föstudagur 31.október 2025
Fréttir

Almannavarnir fylgjast með stöðu mála í Öskju

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 3. ágúst 2023 09:00

Öskjuvatn. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðbragðsaðilar og Veðurstofan fylgjast vel með gangi mála við Öskju og ef þess gerist þörf munu þeir gera sitt besta til að grípa til aðgerða.

Þetta sagði Sólberg Svanur Bjarnason, deildarstjóri almannavarna, í samtali við Morgunblaðið en á mánudaginn sagði Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, að hann telji að loka eigi svæðinu í kringum Öskju áður en það verður um seinan.

Hann vísaði þar til mikils landriss við eldstöðina. Sólberg sagði að óvissustigi almannavarna hafi verið lýst yfir við Öskju 2021, í kjölfar þess að mælitæki byrjuðu að sýna landris. Það óvissustig er enn í gildi.

Hann sagði ómögulegt að spá fyrir um þróun mála og því sé mikilvægt að fylgjast vel með stöðunni.

Hægt er að lesa nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Ólafur: „Við vissum að eitthvað hræðilegt hafði gerst“ – Þetta er það sem særir enn í dag

Ólafur: „Við vissum að eitthvað hræðilegt hafði gerst“ – Þetta er það sem særir enn í dag
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Dagur segir að enginn tali um bleika fílinn – „Þessa þögn verður að rjúfa“

Dagur segir að enginn tali um bleika fílinn – „Þessa þögn verður að rjúfa“