fbpx
Laugardagur 24.maí 2025
Fréttir

Töldu ríkissjóð vera að kaupa fasteignir í stórum stíl á Ásbrú

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 2. ágúst 2023 15:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ath: Fréttin hefur verið uppfærð neðst og málið skýrt. Ríkissjóður er ekki að kaupa umræddar fasteignir. 

Spurningar hafa vaknað um hvort ríkissjóður sé að kaupa í stórum stíl eignir sem leigufélagið Heimstaden er að selja. DV fékk í morgun send gögn sem virðast vera skjáskot úr fasteignaskrá. Þar er Heimstaden skráð eigandi fjölda íbúða að Ásbrú en undir Heimstaden stendur daufletrað: „Ríkissjóður Íslands – Dagbókarfært“.

Allmörg dæmi eru um að ríkisstjóður hafi í gegnum Vinnumálastofnun tekið íbúðir að Ásbrú á leigu og hýst hælisleitendur í þeim. Ekki hefur áður heyrst um kaup ríkissjóðs á þessum eignum.

Þingmaðurinn Björn Leví Gunnarsson (Píratar) hefur fengið sömu eða sambærileg gögn og fyrirspurn um hvort ríkissjóðir sé að kaupa íbúðir af Heimstaden. Hefur hann sent fjárlaganefnd fyrirspurn umálið. Björn segir á Facebook-síðu sinni:

„Ég var að fá spurningu um hvort ríkissjóður væri að kaupa um 170 íbúðir af Heimstaden á Ásbrú. Ég kem af fjöllum því ég hef ekkert heyrt um þetta í fjárlaganefnd og kannast ekki við þessa fjárheimild. Ég sendi því fyrirspurn á fjárlaganefnd um þetta.“

Fyrir neðan birtir Björn Leví skjáskot af fyrirspurn sinni til fjárlaganefndar:

 

Uppfært kl. 16:15 – Ríkissjóður er ekki að kaupa íbúðirnar

Samkvæmt frétt Samstöðvarinnar um málið er Heimstaden enn eigandi þessara íbúða og ríkissjóður hefur ekki keypt þær. Fékk Samstöðin eftirfarandi skýringar hjá Sýslumanni:

„Hjá Sýslumanninum á Suðurnesjum fékkst loksins skýring á málinu. Það liggur enginn kaupsamningur fyrir og er Heimstaden enn eigandi þessa íbúða. Staðreyndin er sú að verið er að skrá inn gömul þinglýsingaskjöl frá fimmta áratugnum og þess vegna birtast upplýsingar um dagbókafærð eigendaskipti á Fasteignaskrá.

Þessi skráning er gerð til að tryggja rafræna skráningu réttra lóðaeigenda, ýmissa þinglýstra kvaða og lóðaréttinda. Það þarf að skrá þetta inn handvirkt fyrir hverja íbúð og vegna sumarleyfa hjá Sýslumanninum á Suðurnesjum gengur verkið hægar en ella, því ein kona var að handskrá þessar upplýsingar og það tæki hana jafnvel heilan dag að skrá eina blokk.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Augnablikið þegar kafbáturinn féll saman – Eiginkonan: „Hvaða hvellur var þetta?“

Augnablikið þegar kafbáturinn féll saman – Eiginkonan: „Hvaða hvellur var þetta?“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Íslenskur leigusali í miklum vanda og óttast um aleiguna – „Leigjandi minn er fíkill“

Íslenskur leigusali í miklum vanda og óttast um aleiguna – „Leigjandi minn er fíkill“
Fréttir
Í gær

Fá ekki að hafa svalalokanir eins og nágrannarnir

Fá ekki að hafa svalalokanir eins og nágrannarnir
Fréttir
Í gær

Sala á Perlunni samþykkt – Greidd með 13 árlegum afborgunum og óljós ákvæði um mögulega frekari greiðslur

Sala á Perlunni samþykkt – Greidd með 13 árlegum afborgunum og óljós ákvæði um mögulega frekari greiðslur
Fréttir
Í gær

Læknar segja öryggi sjúklinga ógnað fái aðrir að ávísa lyfjum – „LÍ telur þessa fullyrðingu dapurlega og í versta falli hlægilega“

Læknar segja öryggi sjúklinga ógnað fái aðrir að ávísa lyfjum – „LÍ telur þessa fullyrðingu dapurlega og í versta falli hlægilega“
Fréttir
Í gær

Bassi Maraj ákærður fyrir líkamsárás á leigubílstjóra – Hafi vafið posasnúru um háls hans og kýlt í ennið

Bassi Maraj ákærður fyrir líkamsárás á leigubílstjóra – Hafi vafið posasnúru um háls hans og kýlt í ennið
Fréttir
Í gær

Egill segir samanburð Viðskiptaráðs kjánalegan – „Þetta er skrítin framsetning hjá Viðskiptaráði“

Egill segir samanburð Viðskiptaráðs kjánalegan – „Þetta er skrítin framsetning hjá Viðskiptaráði“
Fréttir
Í gær

Innbrotið í King Kong: Afhjúpar meintan sökudólg og gefur honum tækifæri til að skila góssinu

Innbrotið í King Kong: Afhjúpar meintan sökudólg og gefur honum tækifæri til að skila góssinu