fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
Fréttir

Sérstakt átak varðandi liðskiptaaðgerðir gengur hægt – Sjúklingar þurfa sjálfir að óska eftir aðgerð

Ritstjórn DV
Föstudaginn 28. júlí 2023 09:00

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr á árinu var gerður samningur á milli Sjúkratrygginga Íslands og tveggja fyrirtækja um að þau myndu taka að sér að gera liðskiptaaðgerðir fram að áramótum. Markmiðið er að stytta biðlista og flytja þessa þjónustu hingað til lands en margir hafa farið erlendis til að þurfa ekki að bíða eins lengi eftir aðgerð.

Fyrirtækin tvö, Klínikin og Cosan, hafa því gert aðgerðir á sjúklingum sem hafa beðið lengur en níu mánuði eftir aðgerð hjá Landsspítalanum.

Fyrr í vikunni vöktu Sjúkratryggingar athygli á því að aðeins lítill hluti þeirra, sem hafa fengið boð um aðgerð í gegnum Heilsuveru, hafi brugðist við eða óskað eftir að fara í aðgerð hjá fyrirtækjunum tveimur. Morgunblaðið skýrir frá þessu.

Hjálmar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Lækninga hjá Klínikinni, sagði í samtali við Morgunblaðið að brotalöm sé á framkvæmd samningsins. „Fyrirtækin sem samið var við hafa ekki aðgang að því hvaða sjúklingar eru að bíða eftir aðgerð. Við fáum bara leyfi til að skera þá sem hafa beðið eftir aðgerð í níu mánuði eða lengur. Langstærsti hlutinn af þeim sem eru að bíða eftir því að gangast undir þessar aðgerðir og hafa beðið eftir þeim lengur en í níu mánuði tilheyra biðlista Landspítalans,“ sagði hann.

Hann sagði að sjúklingarnir hafi fengið ákveðin skilaboð um að þeir séu í röð og bíði bara rólegir þar til það telur að röðin sé komin að því. „Við höfum bara ekki upplýsingar um það hvaða fólk þetta er. Það er algjörlega ótrúlegt að þetta sé ekki gert á betri hátt,“ sagði hann.

Hægt er að lesa nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Alvarlega slasaður eftir hnífsstungu

Alvarlega slasaður eftir hnífsstungu
Fréttir
Í gær

Svona brugðust sósíalistar við ályktun um að Sæþór viki úr embætti – Töldu að málið yrði ekki til umfjöllunar í fjölmiðlum

Svona brugðust sósíalistar við ályktun um að Sæþór viki úr embætti – Töldu að málið yrði ekki til umfjöllunar í fjölmiðlum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Steingrímur neyddur af „ónafngreindum mönnum“ til að reka fyrirtæki – Hlaut fangelsisdóm og 213 milljón króna sekt

Steingrímur neyddur af „ónafngreindum mönnum“ til að reka fyrirtæki – Hlaut fangelsisdóm og 213 milljón króna sekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjössi í World Class gerir athugasemdir við skipulag í Laugardal og segist eiga bílastæðin – Krefst eignarnámsbóta verði ekki fallið frá framkvæmdum

Bjössi í World Class gerir athugasemdir við skipulag í Laugardal og segist eiga bílastæðin – Krefst eignarnámsbóta verði ekki fallið frá framkvæmdum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vikulega heimsótti Örn konu sem keyrði á hann 5 ára gamlan – „Dróst með bílnum 36 metra“

Vikulega heimsótti Örn konu sem keyrði á hann 5 ára gamlan – „Dróst með bílnum 36 metra“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dr. Gunna brá heldur betur í brún þegar hann kom heim

Dr. Gunna brá heldur betur í brún þegar hann kom heim