fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fréttir

Sérstakt átak varðandi liðskiptaaðgerðir gengur hægt – Sjúklingar þurfa sjálfir að óska eftir aðgerð

Ritstjórn DV
Föstudaginn 28. júlí 2023 09:00

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr á árinu var gerður samningur á milli Sjúkratrygginga Íslands og tveggja fyrirtækja um að þau myndu taka að sér að gera liðskiptaaðgerðir fram að áramótum. Markmiðið er að stytta biðlista og flytja þessa þjónustu hingað til lands en margir hafa farið erlendis til að þurfa ekki að bíða eins lengi eftir aðgerð.

Fyrirtækin tvö, Klínikin og Cosan, hafa því gert aðgerðir á sjúklingum sem hafa beðið lengur en níu mánuði eftir aðgerð hjá Landsspítalanum.

Fyrr í vikunni vöktu Sjúkratryggingar athygli á því að aðeins lítill hluti þeirra, sem hafa fengið boð um aðgerð í gegnum Heilsuveru, hafi brugðist við eða óskað eftir að fara í aðgerð hjá fyrirtækjunum tveimur. Morgunblaðið skýrir frá þessu.

Hjálmar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Lækninga hjá Klínikinni, sagði í samtali við Morgunblaðið að brotalöm sé á framkvæmd samningsins. „Fyrirtækin sem samið var við hafa ekki aðgang að því hvaða sjúklingar eru að bíða eftir aðgerð. Við fáum bara leyfi til að skera þá sem hafa beðið eftir aðgerð í níu mánuði eða lengur. Langstærsti hlutinn af þeim sem eru að bíða eftir því að gangast undir þessar aðgerðir og hafa beðið eftir þeim lengur en í níu mánuði tilheyra biðlista Landspítalans,“ sagði hann.

Hann sagði að sjúklingarnir hafi fengið ákveðin skilaboð um að þeir séu í röð og bíði bara rólegir þar til það telur að röðin sé komin að því. „Við höfum bara ekki upplýsingar um það hvaða fólk þetta er. Það er algjörlega ótrúlegt að þetta sé ekki gert á betri hátt,“ sagði hann.

Hægt er að lesa nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sjóvá kemst ekki lengra með mál þremenninga sem sakaðir voru um tryggingasvik

Sjóvá kemst ekki lengra með mál þremenninga sem sakaðir voru um tryggingasvik
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Taktík Úkraínumanna hefur áhrif á Evrópuríki og rússneskan almenning

Taktík Úkraínumanna hefur áhrif á Evrópuríki og rússneskan almenning
Fréttir
Í gær

Hraðbankinn fundinn – Milljónirnar enn á sínum stað

Hraðbankinn fundinn – Milljónirnar enn á sínum stað
Fréttir
Í gær

Borgarbyggð vill selja Bifröst og koma flóttafólkinu þar í virkni – Fjárhagslegur vítahringur

Borgarbyggð vill selja Bifröst og koma flóttafólkinu þar í virkni – Fjárhagslegur vítahringur
Fréttir
Í gær

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist
Fréttir
Í gær

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“