Fyrirtækin tvö, Klínikin og Cosan, hafa því gert aðgerðir á sjúklingum sem hafa beðið lengur en níu mánuði eftir aðgerð hjá Landsspítalanum.
Fyrr í vikunni vöktu Sjúkratryggingar athygli á því að aðeins lítill hluti þeirra, sem hafa fengið boð um aðgerð í gegnum Heilsuveru, hafi brugðist við eða óskað eftir að fara í aðgerð hjá fyrirtækjunum tveimur. Morgunblaðið skýrir frá þessu.
Hjálmar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Lækninga hjá Klínikinni, sagði í samtali við Morgunblaðið að brotalöm sé á framkvæmd samningsins. „Fyrirtækin sem samið var við hafa ekki aðgang að því hvaða sjúklingar eru að bíða eftir aðgerð. Við fáum bara leyfi til að skera þá sem hafa beðið eftir aðgerð í níu mánuði eða lengur. Langstærsti hlutinn af þeim sem eru að bíða eftir því að gangast undir þessar aðgerðir og hafa beðið eftir þeim lengur en í níu mánuði tilheyra biðlista Landspítalans,“ sagði hann.
Hann sagði að sjúklingarnir hafi fengið ákveðin skilaboð um að þeir séu í röð og bíði bara rólegir þar til það telur að röðin sé komin að því. „Við höfum bara ekki upplýsingar um það hvaða fólk þetta er. Það er algjörlega ótrúlegt að þetta sé ekki gert á betri hátt,“ sagði hann.