fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
Fréttir

216% hækkun laugargjalds á milli ára – 3800 kr fyrir fullorðinn

Ritstjórn DV
Mánudaginn 24. júlí 2023 09:00

Mynd/Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær hættu hjónin Óskar Óskarsson og Kristín Ragnhildur Stefánsdóttir við að fara í sundlaugina í Húsafelli vegna verðsins á aðgöngumiðum. Þau ætluðu að skella sér í laugina ásamt barni sínu en sneru frá þegar þau sáu að einn miði kostar 3.800 krónur.

Vísir.is skýrir frá þessu og hefur eftir Óskari að þau hafi farið í laugina í fyrra og þá hafi einn miði kostað 1.200 krónur. „Þetta er 300 prósent hækkun,” sagði hann. [Innsk. blaðamanns – hækkunin er reyndar 216 prósent)

Ég kíkti yfir grind­verkið og ég sá ekki betur en að þarna væru bara tvær hræður og það á sunnu­degi. Ég hugsaði með mér að við værum ekki ein um það að hafa hætt við að fara vegna þessa verðs,” sagði hann í samtali við Vísir.is.

Unnar Bergþórsson, framkvæmdastjóri Hótels Húsafells, sem rekur laugina sem heitir Lindin, sagði í skriflegu svari til Vísis að hún sé einkarekin og fái engar niðurgreiðslur frá sveitarfélaginu. Ráðist hafi verið í miklar endurbætur og hafi lauginni verið breytt úr sundlaug í afþreyingarlaug til að auka upplifun og gæði. Þessar framkvæmdir hafi kostað vel á annað hundrað milljónir.

Nú þegar Lindin, ný afþreyingar laug á Húsafelli hefur verið opnuð er hún ódýrasta afþreyingarlaug landsins. Ekki er eðlilegt að bera saman sundlaugar reknar af opinberum aðilum,” sagði hann í svari til Vísis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Foreldrar hennar voru myrtir – Eftir ræðuna í jarðarför þeirra varð hún efst á lista yfir grunaða

Foreldrar hennar voru myrtir – Eftir ræðuna í jarðarför þeirra varð hún efst á lista yfir grunaða
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Magnað afrek hjá Karlottu Ósk – lauk 500+ kílómetra hlaupi fyrst íslenskra kvenna

Magnað afrek hjá Karlottu Ósk – lauk 500+ kílómetra hlaupi fyrst íslenskra kvenna
Fréttir
Í gær

Hrafn fékk réttlætinu ekki fullnægt að handan

Hrafn fékk réttlætinu ekki fullnægt að handan
Fréttir
Í gær

Slugsi tekinn og sektaður fyrir að aka um höfuðborgarsvæðið á nagladekkjum

Slugsi tekinn og sektaður fyrir að aka um höfuðborgarsvæðið á nagladekkjum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brasilíubúar brjálaðir út í Trump – „Óvinur fólksins“

Brasilíubúar brjálaðir út í Trump – „Óvinur fólksins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólgan kraumar áfram hjá sósíalistum: Karl Héðinn játar ástarsamband við 16 ára stúlku þegar hann var 22 ára gamall

Ólgan kraumar áfram hjá sósíalistum: Karl Héðinn játar ástarsamband við 16 ára stúlku þegar hann var 22 ára gamall