Vísir.is skýrir frá þessu og hefur eftir Óskari að þau hafi farið í laugina í fyrra og þá hafi einn miði kostað 1.200 krónur. „Þetta er 300 prósent hækkun,” sagði hann. [Innsk. blaðamanns – hækkunin er reyndar 216 prósent)
„Ég kíkti yfir grindverkið og ég sá ekki betur en að þarna væru bara tvær hræður og það á sunnudegi. Ég hugsaði með mér að við værum ekki ein um það að hafa hætt við að fara vegna þessa verðs,” sagði hann í samtali við Vísir.is.
Unnar Bergþórsson, framkvæmdastjóri Hótels Húsafells, sem rekur laugina sem heitir Lindin, sagði í skriflegu svari til Vísis að hún sé einkarekin og fái engar niðurgreiðslur frá sveitarfélaginu. Ráðist hafi verið í miklar endurbætur og hafi lauginni verið breytt úr sundlaug í afþreyingarlaug til að auka upplifun og gæði. Þessar framkvæmdir hafi kostað vel á annað hundrað milljónir.
„Nú þegar Lindin, ný afþreyingar laug á Húsafelli hefur verið opnuð er hún ódýrasta afþreyingarlaug landsins. Ekki er eðlilegt að bera saman sundlaugar reknar af opinberum aðilum,” sagði hann í svari til Vísis.