fbpx
Þriðjudagur 14.maí 2024
Fréttir

Segir frá slæmum aðstæðum í leiguíbúð Ölmu leigufélags – Opið skolp, silfurskottur, rakaskemmdir og mygla – „Hagnaður og græðgi fram yfir heilsu“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 21. júlí 2023 10:05

Myndin er samsett og tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ung kona á Akranesi sem leigt hefur íbúð af Ölmu leigufélagi síðastliðin þrjú ár segir samskipti sín við félagið langt frá því að vera gott. Segir hún félagið litlu sem engu svara um kvartanir hennar um slæmt ástand íbúðarinnar og þegar nauðsynlegu viðhaldi sé sinnt þá taki það margar vikur.

„Þetta fyrirtæki er alltaf jafn flott,“ segir konan sem segist hafa staðið við allar leigugreiðslur á leigutímanum og ávallt verið skilningsrík og kurteis í samskiptum sínum við leigusalann.

Nýlega kvartaði hún yfir myglu í íbúðinni eftir að hún tók myglupróf og það kom dökkfjólublár litur á sýnið, „sem þýðir að það er bullandi mygla hérna,“ segir konan. „Það kom umsjónarmaður frá Ölmu að skoða og gerði lítið úr þessu og sagði að það væru bara rakaskemmdir í einum glugganum og vilja þau bara láta mála yfir hann.“

Myglan er ekki í fyrsta sinn sem konan kvartar vegna íbúðarinnar. „Síðast var það leki sem tók mjög langan tíma að laga. Alltof margar vikur og fékk ég að vera með skolpið opið heima hjá mér til lengri tíma öllum til mikillar ánægju hérna á heimilinu. Mjög ógeðslegt.

Það hafa verið silfurskottur hérna og búið að koma og eitra þrisvar sinnum í minni íbúð en alltaf koma þær aftur vegna þess að þau neita að eitra alla blokkina þrátt fyrir að fagaðili sé búinn að benda þeim á að það þurfi að eitra allt til þess að losna við þær. Það eru rakaskemmdir í veggjunum á nokkrum stöðum og því tilvalið fyrir silfurskottur og myglu að lifa hérna og fá að vaxa og dafna.“

Myglan haft heilsuspillandi áhrif

Eftir heimsókn umsjónarmannsins sendi konan annan tölvupóst til Ölmu og ítrekaði að hún vildi láta athuga með myglu. Svarið sem hún fékk með tölvupósti var:

„Við komum ekki til með að taka þátt í frekari kostnaði við skoðanir á þessu, Við erum búin að bregðast við með að senda beiðni á málara til að koma til þín og hann hefur samband við þig beint til að fara í þessar lagfæringar. Ef frekari rakaskemmdir koma í ljós eftir aðgerðirnar þá getum við tekið það til skoðunar.“

Myglan í íbúðinni hefur haft líkamleg áhrif á konuna. „Ég er með óútskýranleg ofnæmisviðbrögð, útbrot sem mig klæjar endalaust í og þarf að taka ofnæmistöflur og bera sterkt krem sem virkar mjög takmarkað. Ég er að díla við mikla þreytu og bara vanlíðan yfir höfuð og er ég viss um að þetta sé vegna myglu. Eða væri ég allavegana til í að þau myndu þá athuga þetta almennilega en eins og sést þá vilja þau það ekki. Það tekur allt sjúklega langan tíma hjá þeim og get ég eiginlega fullyrt það að þau verða endalausan tíma að koma og „laga“ þetta. Ætli þetta verði ekki bara skítmixað eins og flest allt annað,“ segir konan sem er allt annað enn sátt með svör Ölmu leigufélags.

„Það er greinilegt að heilsan hjá mér skiptir þau alls ekki máli og þeim er drullusama um fólkið sem leigir hjá þeim og borga margir himinháa leigu til þess að fá þak yfir höfuðið jafnvel þó að íbúðir séu hálfónýtar.“

Bjóða nýjan samning með 50 þúsund króna hækkun

Konan segir að leigan á íbúðinni hafi verið frekar „ódýr„ miðað við markaðinn í dag.nLeigusamningur hennar rennur út í lok sumars og hefur Alma leigufélag boðið henni að endurnýja leigusamninginn, með rúmlega 50 þúsund króna hækkun á leigunni mánaðarlega. Konan ætlar þó ekki að endurnýja leigusamninginn og er komin með aðra íbúð. 

„Ég er orðin þreytt á þessu aðgerðaleysi og það verður ekkert mál fyrir þau að leigja íbúðina út aftur eftir að við erum farin.Neyðin í samfélaginu er því miður mikil og því sorglegt að staðan hjá þessu fyrirtæki sé svona. Hagnaður og græðgi fram yfir heilsu. Núna neita ég bara að halda kjafti, það er búið að vera nógu mikil umræða um þetta blessaða fyrirtæki og það virðist ekkert hægt að gera,“ segir konan og bætir við að hún gæti skrifað meira um samskipti sín við Ölmu leigufélag en ætli að láta þessi orð duga í bili.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ók drukkinn og á ofsahraða þegar banaslysið varð – Nú er búið að kveða upp dóm í málinu

Ók drukkinn og á ofsahraða þegar banaslysið varð – Nú er búið að kveða upp dóm í málinu
Fréttir
Í gær

Vilborg segir að fólki sé misboðið vegna ákvörðunar Morgunblaðsins

Vilborg segir að fólki sé misboðið vegna ákvörðunar Morgunblaðsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hættulegasti hlutur heims – Drepur einstakling á tveimur dögum sem horfir á hann í fimm mínútur

Hættulegasti hlutur heims – Drepur einstakling á tveimur dögum sem horfir á hann í fimm mínútur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Víkingur Heiðar blandar sér í þjóðfélagsumræðuna – „Ég held að þjóð þín sé reyndar komin með nóg af gífuryrðunum“

Víkingur Heiðar blandar sér í þjóðfélagsumræðuna – „Ég held að þjóð þín sé reyndar komin með nóg af gífuryrðunum“