Sky News skýrir frá þessu og segir að í tilkynningu frá skrifstofu ríkissaksóknara komi fram að tölurnar séu ekki algjörlega nákvæmar því þær nái ekki til herteknu svæðanna og svæða sem nýlega hafa verið frelsuð úr höndum Rússa.
Í Donetsk, sem er í austurhluta landsins, hafa rúmlega 470 börn, er þá miðað við yngri en 18 ára, látist frá því að Rússar réðust inn í landið.
Ríkissaksóknarinn segir að rúmlega 97.000 stríðsglæpir og ofbeldisglæpir af hálfu Rússa hafi verið skráðir hjá embættinu frá upphafi stríðsins.