fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Festi kaupir allt hlutafé Lyfju

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 13. júlí 2023 18:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Festi hf. og eigendur Lyfju, SID ehf., undirrituðu í dag samning um kaup Festi á öllu hlutafé í Lyfju hf. Kaupsamningurinn byggir á samkomulagi sem gert var 17. mars 2023 og sem tók til allra helstu skilmála viðskiptanna. 

Í tilkynningu  kemur fram að samkvæmt kaupsamningnum er heildarvirði Lyfju metið á 7,8 milljarða króna en endanlegt heildarvirði og kaupverð mun ráðast af skuldastöðu Lyfju við afhendingu ásamt gengi hlutabréfa í Festi á þeim tíma. Áætlanir Lyfju fyrir árið 2023 gera ráð fyrir að hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA), án IFRS16 áhrifa, nemi 1.044 milljónum króna. Samkvæmt kaupsamningnum þá verður kaupverðið greitt með afhendingu 10 milljón hluta í Festi og greiðslu 6 milljarða króna með handbæru fé að frádregnum nettó vaxtaberandi skuldum Lyfju á efndadegi.

Viðskiptin eru meðal annars háð skilyrðum um samþykki hluthafafundar Festi, sem boðað verður til á næstu vikum, og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Gangi viðskiptin eftir er gert ráð fyrir að þeim ljúki á fyrsta ársfjórðungi 2024.

„Við erum afar ánægð með þessi kaup. Lyfja er vel rekið félag með reynslumikið og hæft starfsfólk sem stendur að baki þessa sterka og rótgróna vörumerkis. Mikil tækifæri felast í samþættingu þjónustu þvert á félögin innan Festi sem og framboði breiðara úrvals nauðsynjavara á hagstæðu verði fyrir viðskiptavini okkar um land allt. Samhljómur fyrirtækjanna er skýr meðal annars hvað varðar fyrirbyggjandi heilsuvernd og aukin þægindi við innkaup,“ segir Ásta S. Fjeldsted, forstjóri Festi.

 „Ég hef átt samleið með apótekum Lyfju í bráðum 30 ár, fyrst sem lyfjafræðingur og stofnandi og síðar sem fjárfestir og stjórnarformaður. Ég er afar stoltur af því sem starfsfólk okkar hefur áorkað á síðustu tæpu fimm árum og hlakka til að fylgjast með Lyfju dafna til framtíðar innan samstæðu Festi. Festi hefur byggt upp ólík verslunarfélög með hugmyndafræði sem viðskiptavinum virðist líka og starfsfólkið er stolt af. Ég tel að Lyfja eigi vel heima í þessari fjölskyldu,“ segir Ingi Guðjónsson, stjórnarformaður Lyfju og einn eigenda SID ehf.

Festi sérhæfir sig í rekstri smásölufyrirtækja og rekur meðal annars Krónuna, N1 og ELKO ásamt því að eiga og reka alls 87 fasteignir sem telja alls um 95.000 fermetra. Einnig rekur félagið tvö vöruhús undir nafni Bakkans vöruhótels sem sérhæfir sig í vöruhúsaþjónustu og dreifingu. Hjá Festi og dótturfélögum starfa um 2.100 manns.  Heildarvelta Festi var 131 milljarðar króna árið 2022.

Lyfja sérhæfir sig í rekstri apóteka auk heild- og smásölu með heilsutengdar vörur.  Félagið starfrækir í dag 45 apótek og útibú allan hringinn í kringum landið auk vefverslunar og apps.  Hjá Lyfju og dótturfélögum starfa um 380 manns. Heildarvelta Lyfju var 15 milljarðar króna árið 2022.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“
Fréttir
Í gær

Meint hópnauðgun á 16 ára stúlku hvorki á borði lögreglu né Landspítala

Meint hópnauðgun á 16 ára stúlku hvorki á borði lögreglu né Landspítala