fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Ellilífeyrisþeginn sem át vegahræ látinn – Át greifingja og rottur með bestu lyst

Pressan
Miðvikudaginn 12. júlí 2023 12:15

Arthur talað fyrir áti á veghræjum, reyndar fyrir daufum eyrum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn 83 ára gamli Arthur Boyt er látinn í kjölfar langvinnar baráttu við krabbamein. Boyt vann sér það til frægðar að vera ákafur talsmaður þess að fólk myndi borða veghræ (e. roadkill), dýr sem verða ökutækjum að bráð, sem hann fullyrti að væri mikið lostæti. Sjálfur lagði Boyt sér hræ greifingja, rottna, fasana til munns og fjölda annarra dýra en þessu hafði hann byrjað á aðeins 13 ára að aldri. Boyt öðlaðist heimsfrægð fyrir vikið enda deildu ekki margir þeirri skoðun hans að um úrvals hráefni væri að ræða og því var forvitni fólks og fjölmiðla mikil.

Boyt skrifaði meira að segja bók um hvernig matreiða ætti veghræ,  Roadkill: Recollections, Reminiscences and Recipes, sem kom út árið 2022 þó ekki fylgi sögunni hverjar viðtökurnar voru. Þá lét hann sér ekki nægja að borð veghræ því Boyt hafði, ásamt eiginkonu sinni Sue sem deildi matarsmekknum, mikið dálæti á sjálfdauðu sjávarfangi sem skolaði upp í fjörur nærri heimili hans.

Þá var Boyt mikill áhugamaður um hjólreiðar og undirbjó útgáfu bókar sem bar vinnuheitið – 100 leiðir til að drepa sig á hjóli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“