fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Finnair fór fram á að Ómar Valdimars þyrfti sjálfur að greiða málskostnað fyrir tilhæfulausa málsókn

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 11. júlí 2023 15:39

Ómar R. Valdimarsson hafði ekki erindi sem erfiði gegn Finnair

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Finnska flugfélagið Finnair vildi að lögmaðurinn Ómar R. Valdimarsson, sem á og rekur Flugbætur.is, myndi greiða persónulega kostnað við málarekstur sem hann stóð fyrir í héraði og var tilhæfulaus að mati flugfélagsins.

Forsaga málsins er sú að þann 7. júlí síðastliðinn vísaði Héraðsdómur Reykjavíkur frá máli sem Ómar höfðaði fyrir hönd fimm skjólstæðinga sinna á hendur Finnair vegna rúmlega fjögurra klukkustunda seinkunnar á flugi Finnair frá Svíþjóð til Taílands 19. desember 2021.

Flugfarþegarnir fimm fólu Ómari að innheimta bætur vegna seinkunnarinnar og í dómsorði kemur fram að hann hafi sent fimm aðskilin bréf á Finnair dagana 19. og 28. janúar þar sem farið var fram á að hverjum og einum yrði greitt 600 evrur í bætur innan 15 daga. Ekkert svar barst við þessum bréfum og kvaðst Finnair ekki hafa móttekið þau fyrir dómi.

Þann 6. apríl stefndi Ómar svo Finnair hérlendis fyrir hönd skjólstæðinga sinna en fór nú fram á 87.800 króna bætur fyrir hvern einstakling en 600 evrurnar til vara.

Ekki alveg úr lausu lofti gripið

Fyrir dómi var tekist á um hvort að rétt væri að höfða málið hér á landi. Finnair krafðist þess að málinu yrði vísað frá í ljósi þess að félagið er finnskur lögaðili en Ómar vildi meina að skjólstæðingar hans hafi verið staddir hérlendis þegar þeir fjárfestu í flugmiðunum í gegnum vefsíðu flugfélagsins og vísaði í ákvæði svokallaðs Montreal-samnings, um samræmingu tiltekna reglna varðandi loftflutning milli landa, sem hefur lagagildi hér á landi.

Í íslenskri þýðingu samningsins segir að höfða megi mál þar sem útibú flugfélags er starfrækt. Reyndi Ómar að færa rök fyrir því að um sé að ræða ranga þýðingu þar sem „place of business“ hafi verið þýtt sem „útibú“. Vildi hann meina að „place of business“ ætti við þann stað þar sem samningurinn komst á, sem svo sannarlega hafi verið á Íslandi og vísaði til þess að dómstólar í Ítalíu og Bandaríkjunum hafi túikað ákvæðið með þeim hætti.

Héraðsdómari féllst þó ekki á þessa röksemdafærslu og ákvað að visa málinu frá dómi. Þá akvað hann að fella niður málskostnað og hunsaði því kröfu Finnair um að Ómar yrði látinn bera þann kostnað persónulega. Vildi dómarinn meina að að röksemdir Ómars hafi ekki verið alveg úr lausi lofti gripnar þó ekki hafi verið tekið tillit til þeirra.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn
Fréttir
Í gær

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks