fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Saknað í átta ár en nágrannar komu af fjöllum vegna hvarfs hans – Sannleikurinn lygi líkastur

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 6. júlí 2023 18:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á mánudag greindi DV frá máli Rudolph „Rudy“ Farias IV, sem var 17 ára gamall þegar hann hvarf skyndilega þann 6. mars árið 2015 í gönguferð með tvo hunda sína í borginni Houston í Texas-fylki í Bandaríkjunum. Hundarnir skiluðu sér heim en ekki Rudy. Nýlega fannst hann illa á reiki og taldi móðir hans að honum hefði verið haldið gegn vilja hans, verið barinn og misnotaður. 

Sjá einnig: Fannst um helgina eftir að hafa verið týndur í átta ár – Var sautján ára þegar hann hvarf

Nágrannar fjölskyldunnar voru hins vegar furðu lostnir á málinu og að Rudy hafi fundist á lífi, enda segjast þeir ekki hafa haft hugmynd um að hann væri yfirhöfuð týndur. 

Á fimmtudag, 29. júní, fannst maður meðvitundarlaus fyrir utan kirkju í borginni, var hann með sár á líkamaog blóð í hárinu. Auk þess var hann með skilríki fjölskyldumeðlims Ruby á sér og gat lögreglan því borið kennsl á að maðurinn væri Rudy. Var hann fluttur með sjúkrabíl á spítala.

Miðstöð fyrir týnd og misnotuð börn deildi tíðindunum um endurkomu Rudy og yfirlýsingu frá fjölskyldu hans þar sem segir: „Við viljum þakka fjölmiðlum og einstaklingum fyrir alla þeirra aðstoð. Sonur minn Rudy Farias IV fannst fimmtudaginn 29. júní eftir að hafa verið saknað í átta ár. Eins og staðan er höfum við engar frekari upplýsingar um málið. Það sem við vitum er að góður borgari fann hann meðvitundarlausan og hringdi strax í lögregluna og neyðarlínuna. Sonur minn er að fá þá aðstoð sem hann þarf til að komast yfir þetta áfall, en núna tjáir hann sig ekki með orðum og er ekki fær um að samskipti við okkur. Við biðjum um frið á þessum erfiða tíma en munum deila frekari tíðindum eftir því sem bata Rudy vindur fram.“

Segja Ruby hafa verið gestkomandi á heimili sínu síðustu ár 

Kisha Ross og fjölskylda hennar sem eru nágrannar móður Rudy urðu furðu lostin þegar þau lásu fréttirnar. Eftir því sem þau segja, var Ruby aldrei horfinn, aldrei saknað, og á þessum átta árum kom hann meira að segja inn á heimili Ross fjölskyldunnar.

„Hann var vanur að koma inn í bílskúrinn hjá okkur og hanga með frænda mínum, syni mínum og dóttur. Þessi drengur var aldrei horfinn,“ segir Ross. Frændinn, Broderick Conley, hefur sömu sögu að segja, að þeir Rudy hafi varið tíma saman í bílskúrnum, og annar nágranni heldur því fram að hann hafi séð Rudy búsettan á heimili móður hans síðustu ár. „Ég var bara í sjokki að einhver héðan væri horfinn, en við sáum hann alltaf. Þetta mál er bara áfall fyrir alla.“

Móðir Rudy hélt þó fast við staðhæfingu sína um að sonurinn hafi verið horfinn í öll þessi ár, og sagði soninn þolanda mannráns og hann hafi mátt sæta barsmíðum og misnotkun. Segir hún að maðurinn sem nágrannar hennar telji hafa verið Rudy sé í raun frændi hennar, en þegar hún sýndi mynd af frændanum harðneituðu nágrannarnir að það sé maðurinn sem þau hafi séð á heimili hennar síðustu ár.

Lögreglan tók skýrslu af Rudy í gær og samkvæmt nýjustu fréttum vestanhafs þá sneri Rudy aftur á heimili sitt tveimur dögum eftir að hann átti að hafa horfið í mars árið 2015. Hann og móðir blekktu síðan lögregluna næstu átta ár með því að gefa upp rangt nafn. Í nokkur skipti rakst lögreglan á Rudy á förnum vegi og átti í samskiptum við hann, og gaf hann þá upp rangt nafn og fæðingardag. Í skýrslu tekinni í gær kemur ekkert fram um að honum hafi verið haldið gegn vilja hans síðustu átta ár og misnotaður af óþekktum aðila. Samkvæmt upplýsingum rannsóknarlögreglunnar hefur ákæruvaldið neitað að ákæra mæðginin fyrir blekkingar, en málið er enn í rannsókn. 

Aktivistinn Quannel X segir hins vegar að Rudy hafi greint honum frá því að móðir hans hafi gefið honum eiturlyf og misnotað hann kynferðislega. Hafi hann flúið daginn örlagaríkan árið 2015 en snúið aftur heim. Segir Quannel eftir Rudy að móðir hans hafi hótað því að hann myndi lenda í vandræðum hjá lögreglunni ef hann myndi segja frá. Segir hann Rudy hafa verið hræddan við móður sína og ekki þorað að fara til lögreglu og segja frá.

Eftir að tilkynnt var um hvarf Rudy í mars 2015 hófst víðtæk leit að honum með aðstoð almennra borgara og leitaraðila. Í gegnum árin bárust af og til tilkynningar um að sést hefði til hans, en leit og rannsókn leiddi ekkert í ljós. Lögreglustjórinn Troy Finner hefur neitað að svara  spurningum um andlegt ástand mæðginanna og hvað hafi mögulega valdið því að þau blekktu almenning og yfirvöld í átta ár. Segir hann rannsókn lögreglu vegna þessa anga málsins á byrjunarstigi. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks