fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Orkan semur við Vodafone

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 5. júlí 2023 13:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orkan hefur gert samstarfssamning við Vodafone um alhliða þjónustu í fjarskiptum. Orkan er með 71 þjónustustöð hringinn í kringum landið þar sem að áhersla er lögð á að mæta ólíkum þörfum viðskiptavina með fjölbreyttum orkugjöfum, veitingum og afhendingu á póstsendingum. Kemur þetta fram í tilkynningu.,,Við erum einstaklega glöð að fara í samstarf með Vodafone þar sem þau hafa mikla reynslu í fjarskiptum. Með öflugu 5G sambandi sjáum við tækifæri á að koma Orkunni úr landlínum yfir í framtíðina með hagkvæmum hætti. Við bjóðum afgreiðslur til viðskiptavina allan sólarhringinn á 71 þjónustustöð víða um land allt og mun samstarfið styrkja þjónustu okkar til viðskiptavina,” segir Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar.,,Það er okkur mikið ánægjuefni að fá Orkuna til samstarfs. Við hjá Vodafone leggjum sérstaka áherslu á að þjónusta stærri fyrirtæki þar sem þjónusta og snerpa skiptir öllu máli. Orkan er með víðfeðma starfsemi og skiptir máli að fyrirtækið sé vel tengt um allt land og hafi sífellt aðgengi að tækniþjónustu Vodafone allan sólarhringinn,“ segir Trausti Guðmundsson, forstöðumaður fyrirtækjasviðs Vodafone.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“