fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Land risið um 2,5 sentímetra við Fagradalsfjall en stefnir í annað eldgos? – Spekingar spá í spilin

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 3. júlí 2023 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landris er aftur hafið á Reykjanesskaga, en risið hefur verið nokkuð stöðugt frá apríl. Töluverð skjálftavirkni hefur verið á svæðinu, en almennt er talið að eldgosatími sé hafinn á Reykjanesinu sem geti staðið yfir næstu áratugi og jafnvel áarhundruðin.

Hildur María Friðriksdóttir, náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir þó ekkert benda til þess að eldgos sé að hefjast á næstunni.

„Það er ekkert sem bendir til þess, eða að það sé yfirvofandi á næstu dögum, en allt Reykjanesið er virkt svo þetta mun líklega enda með öðru gosi eða innskoti – en innskot þýðir svona í grófum dráttum að það myndast kvikugöng neðanjarðar, eða eins konar neðanjarðar-eldgos.“

Það eina sem landrisið sýni sem stendur sé að kvika sé að safnast, frekar stöðugt, undir Fagradalsfjalli á nokkuð miklu dýpi, en jörð hefur risið um 2,5 sentimetra við Fagradalsfjall frá byrjun apríl.

Aðspurð hvort að landsmenn megi búast við jafn snörpum og tíðum skjálftum og áttu sér stað í aðdraganda eldgossins við Fagradalsfjall árið 2021, segir Hildur María að ómögulegt sé að segja til um slíkt. Þar sem eldgos hafi þegar átt sér stað á því svæði þá sé kvikukerfið, eða undirlagið, búið að breytast og því ekki víst að skjálftavirkni verði aftur með sama hætti, þó að um gos á svipuðum slóðum verði um að ræða. Ljóst sé þó að svæðið er virkt, þegar hafi tvö gos átt sér stað, jarðskjálftavirkni hefi verið nokkur undanfarið en þó séu engin merki um skyndilegar breytingar.

Skeikul spásögn

Mbl.is ræddi við Benedikt Gunnar Ófeigsson, sérfræðing á sviði jarðskorpuhreyfinga hjá Veðurstofu Íslands. Hann tók fram að landrisið sé ekki mjög hratt, en sé víðáttumikið og sjáist um allt Reykjanes. Líklega bendi þetta til þess að kvika sé nú að safnast á svipuðum slóðum og síðustu ár. Benedikt telur að hér sé mögulega hafið tiltekið ferli sem geti tekið langan tíma og á þessu stigi sé erfitt að spá fyrir um þróunina.

„Það þarf alla vega að gera ráð fyrir að þetta haldi áfram og endi með öðru gosi, það er einn möguleiki sem er ekkert ólíklegur, en tímaskalinn er mjög óljós. Það geta verið mánuðir eða ár.“

Gaman er að minnast þess að Benedikt vakti töluverða athygli fyrir eldgosið 2021 eftir að hafa varfærnislega sagt í samtali við fréttastofu RÚV að hann ætti síður von á gosi, sem var svo slegið upp í fyrirsögn, en gosið hófst um einum og hálfum tíma eftir að fréttin fór í loftið. Vakti þessi tímasetning mikla kátínu á samfélagsmiðlum þar sem fólk birti færslur og sagðist síður eiga von á hinu og þessu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“