Það er alltaf gaman að skoða úrskurði Mannanafnanefndar, sem má eiga það að hafa verið töluvert frjálslyndari nú í seinni tíð heldur en á árum áður. Þar af leiðandi fást fjölbreytt og frumleg nöfn jafnan samþykkt nú á dögum.
Á fundi nefndarinnar þann 7. júní voru tekin fyrir þó nokkur mál og hér eru niðurstöðurnar teknar saman.
Kvenmannsnöfn
Narfey
Alica
Elenora
Marion
Chrissie
Karlmannsnöfn
Straumur
Jim
Kynhlutlaus nöfn
Quin
Yggdrasil
Sumar
Önnur mál sem tekin voru fyrir voru að móðurkenningin Rakelardóttir var samþykkt en kvenmannsnafnið Aariah var ekki samþykkt þar sem það væri ekki ritað í samræmi við ritreglur íslensks máls, en um væri að ræða afbrigði af nafninu Aría. Enginn beri þetta nafn samkvæmt Þjóðskrá og kemur það ekki fyrir í manntölum frá 1703-1920 og því sé ekki hefð fyrir nafninu.