fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
Fréttir

Bruggfyrirtæki Fjallsins og félaga úrskurðað gjaldþrota

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 28. júní 2023 08:00

Kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson var andlit fyrirtækisins og einn eigandi þess

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirtækið Icelandic Mountain Spirits hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Þetta kemur fram í auglýsingu í Lögbirtingblaðinu í morgun þar sem kemur fram að fyrirtækið hafi farið í þrot þann 14. júní síðastliðinn.

Fyrirtækið var stofnað árið 2016 og eins og nafnið gefur til kynna var tilgangur þess að framleiða sterkt áfengi úr íslensku vatni. Stofnendur þess voru upphaflega sex talsins en einn heltist svo úr lestinni og eftir stóðu fimm með 20% hlut eða þeir Ragnar Aðalsteinn Tryggvason, Björn Þór Reynisson, Alfreð Pálsson, Anton Rúnarsson og  kraftlyftingamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson, betur þekktur sem Fjallið (e. The Mountain) sem var talsmaður fyrirtækisins og lék lykilhlutverk í markaðsetningu þess.

Alfreð, Ragnar og Anton seldu síðan sinn hlut í félaginu til Hafþórs í febrúar árið 2022 og því átti Fjallið 60 prósent hlut í félaginu þegar það fór í þrot.

Fyrsta varan sem kom á markað frá fyrirtækinu var einmitt Mountain Vodka sem Hafþór Júlíus auglýsti í gríð og erg, meðal annars í stórskemmtilegri auglýsingu sem vakti mikla athygli.

Áætlanir fyrirtækisins voru stórhuga en ætlunin var að koma þremur öðrum áfengistegundum á markað.  Icelandic Mountain Shots eða skot sem átti að kallast Drekinn. Icelandic Mountain Gin sem nefnt var Örninn og Icelandic Mountain Rum sem kallaðist  Nautið. Um var að ræða tilvísanir í íslensku vættina og átti vodkað og þar með Hafþór Júlíus að tákna risann.

Þá vakti það nokkra athygli að fyrirtækið var með þeim fyrstu að nýta sér breytingar á íslensku fánalögunum og nota fánann í markaðsefni sitt og merkingar.

Aðeins vodkað og ginið Örninn komust á markað en í byrjun árs 2018 var meðal annars greint frá því að fyrirtækið hefði náð þeim áfanga að koma vörum sínum í sölu hjá Costco í Bretlandi sem var stór áfangi.

Síðan fór að halla undan fæti í rekstri fyrirtækisins með þeim afleiðingum, eins og áður segir, að það hefur nú verið úrskurðað gjaldþrota.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Steinþór vill breytingar á fánalögunum: „Ég mun senda tölvupóst til allra 63 þingmanna Alþingis”

Steinþór vill breytingar á fánalögunum: „Ég mun senda tölvupóst til allra 63 þingmanna Alþingis”
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Kristján missti föður sinn 15 ára og grét ekki við jarðarför hans – „Það er engin handbók við áföllum“

Kristján missti föður sinn 15 ára og grét ekki við jarðarför hans – „Það er engin handbók við áföllum“
Fréttir
Í gær

Reynir Trausta dæmdur fyrir meiðyrði – Nafngreindi rangan mann í tengslum við alvarlega stunguárás

Reynir Trausta dæmdur fyrir meiðyrði – Nafngreindi rangan mann í tengslum við alvarlega stunguárás
Fréttir
Í gær

Fær skilorðsbundinn dóm fyrir stórhættulega hnífstunguárás á Seltjarnarnesi – Hefur bætt ráð sitt og lokið námi

Fær skilorðsbundinn dóm fyrir stórhættulega hnífstunguárás á Seltjarnarnesi – Hefur bætt ráð sitt og lokið námi
Fréttir
Í gær

Sósíalistar brjálaðir yfir því að Tóta hægrimanni var boðið á Samstöðina – „Þá átti þetta að vera alþýðusjónvarp“

Sósíalistar brjálaðir yfir því að Tóta hægrimanni var boðið á Samstöðina – „Þá átti þetta að vera alþýðusjónvarp“
Fréttir
Í gær

Viðraði vel til loftmyndatöku

Viðraði vel til loftmyndatöku