fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Leyfði syninum að fá sitt sæti í leiðangrinum dauðadæmda að flaki Titanic

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 27. júní 2023 06:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Christine Dawood, ekkja auðkýfingsins Shahzada Dawood, veiti um helgina sitt fyrsta viðtal í kjölfar slyssins hræðilega sem kostaði eiginmann hennar og son lífið. Í viðtalinu kemur fram að fjölskyldan hafi skipulagt ferðina um langt skeið en Covid-19 faraldurinn hafi frestað brottförinni um nokkur ár.

Upphaflega hafi staðið til að Christine myndi fara í leiðangurinn með ævintýraþyrstum eiginmanni sínum enda sonurinn, Suleman, þá of ungur en þegar kom að brottför hafi hún vikið fyrir syninum sem hafi verið mjög spenntur fyrir ævintýrinu. Hún vildi ekki ræða það í viðtalinu hvernig henni liði með þá ákvörðun.

Þá kemur fram að Suleman hafi verið afar fær í að leysa Rubik-kubba. Hann hafi tekið leikfangið með sér um borð í Titan-kafbátinn og hafi ætlunin verið að skrá sig í sögubækurnar með því að verða sá einstaklingur sem hefði leyst slíkan úr verkefninu á mesta dýpinu eða 3.700 metrum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“