fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
Fréttir

Ekki í anda Pútíns að veita Wagner-liðum sakaruppgjöf

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 25. júní 2023 11:45

Vladimir Pútín og félagar ræða áhrif Íranstríðsins á Rússland. Mynd: EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sarah Rainsford, fréttaskýrandi hjá BBC, segir að sú ákvörðun rússneskra að kæra ekki Wagner-málaliðana fyrir uppreisnina í gær vera gífurlega óvænta og ekki í anda Pútíns Rússlandsforseta. Það sé mjög ólíkt honum að hörfa á svo dramatískan hátt eftir að hafa sakað Prigozhin, foringja Wagner-hópsins, um að svíkja sig og stinga sig í bakið.

Rainsford segir að gífurlega mörgum spurningum sé ósvarað í málinu, ekki síst varðandi frelsi og öryggi Prigozhins, en það kunni að ráðast af því hvað hann gerir í Belarus, þar sem honum hefur verið veitt hæli. Ekki sé líklegt að hann hafi ofan af fyrir sér með því að gróðursetja kartöflur eða keyra traktor.

Rainsford telur líklegt að Pútín svari fyrir aðgerðir gærdagsins með því að elta uppi alla sem eiga einhvern hlut í uppreisninni í gær.

Ekki er vitað hvar Vladimir Pútin Rússlandsforseti heldur sig núna en miklar getgátur eru um dvalarstað hans. Ekki er vitað hvort sjónvarpsávarp hans í gærmorgun, þar sem hann fordæmdi framferði Wagner-liða, hafi verið í beinni útsendingu eða á upptöku. Í gær voru fréttir í fjölmiðlum þess efnis að sést hefði til ferða einkaþotu forsetans, frá Moskvu, en ekki var vitað hvort forsetinn væri um borð í vélinni.

Í gær stefndi málaliðahópurinn grár fyrir járnum til Moskvu og Rostov en hann hörfaði til baka í gærkvöld og foringinn lýsti því yfir að uppreisninni væri lokið. Alexander Lukashenko, forseti Belarus, beitti sér fyrir þessu og tryggði öryggi málaliðanna.

BBC telur að uppreisnin hafi veikt mjög stöðu Pútíns.

Wagner-liðar hafa nú hörfað frá Lipteskt-héraðinu í miðhluta Rússlands en svæðið er um 300 km suður af Moskvu. Hópurinn var í um 200 km fjarlægð frá Moskvu í gær þegar honum var snúið við. Mikill herviðbúnaður var og er ennþá í Moskvu vegna uppreisnar málaliðanna.

Sjá einnig: Kokkur Pútíns lét sér segjast fyrir milligöngu Lukashenkos

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Segist hafa séð Ym Art hóta móður sinni lífláti sama dag og hann banaði henni

Segist hafa séð Ym Art hóta móður sinni lífláti sama dag og hann banaði henni
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Flosi í HAM vegna athæfis ferðamanna – „Sýnileg merki um eigið egó“

Flosi í HAM vegna athæfis ferðamanna – „Sýnileg merki um eigið egó“
Fréttir
Í gær

Mikill meirihluti landsmanna hlynntur veiðigjaldafrumvarpi ríkisstjórnarinnar – Sjálfstæðismenn einir á móti

Mikill meirihluti landsmanna hlynntur veiðigjaldafrumvarpi ríkisstjórnarinnar – Sjálfstæðismenn einir á móti
Fréttir
Í gær

Segja Pútín nú beina sjónum sínum að öðru landi og ætli að „ógna öryggi á heimsvísu“

Segja Pútín nú beina sjónum sínum að öðru landi og ætli að „ógna öryggi á heimsvísu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilja banna börn í Bláa lóninu – „Þetta er ekki vatnsleikjagarður“

Vilja banna börn í Bláa lóninu – „Þetta er ekki vatnsleikjagarður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaut fangelsisdóm fyrir að keyra of hratt á sumardekkjum á Akureyri

Hlaut fangelsisdóm fyrir að keyra of hratt á sumardekkjum á Akureyri