fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
Fréttir

Matvælaráðuneytið bregst við og Már þarf ekki að borga kostnað við leiðsöguhundinn Max

Ritstjórn DV
Mánudaginn 19. júní 2023 21:03

Már Gunnarsson og hundurinn Max Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matvælaráðuneytið greindi frá því síðdegis að blindur maður, Már Gunnarsson, þurfi ekki að greiða himinháan kostnað sem fylgi því að taka leiðsöguhundinn sinn með í frí til landsins. Margra mánaða barátta Más við kerfið hefur því fengið farsæla lausn.

DV greindi frá málinu í gær en haustið 2022 hélt Már, sem er þekktur tónlistarmaður, til náms í Bretlandi.  Með honum í för var hjálparhundurinn hans Max, en Már er blindur og því háður aðstoð félaga sína. Komu þeir heim til Íslands fyrir nokkru í sumarfrí og óttaðist Már þá að hann þyrfti að láta vin sinn frá sér vegna himinshás kostnaðar. Hafði hann óskað eftir svörum frá MAST og tilheyrandi ráðuneyti um langt skeið án svara.

Max er skilgreindur sem hjálpartæki í eigu hins opinbera, og kostaði það Má um 600 þúsund krónur að taka hann með sér heim í sumarfrí. Í kjölfar fréttaflutnings um málið hefur ráðuneytið fundið lausn á málinu þannig að Már þarf ekki að bera hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Útlendingur staðinn að þjófnaði og umsvifalaust vísað frá landi

Útlendingur staðinn að þjófnaði og umsvifalaust vísað frá landi
Fréttir
Í gær

„Óttasleginn“ Rob Reiner með játningu um son sinn í jólaboði Conan O’Brien

„Óttasleginn“ Rob Reiner með játningu um son sinn í jólaboði Conan O’Brien
Fréttir
Í gær

Sérkennilegt ástand hjá Auto Park – Eigendaskipti í skugga ógreiddra launa

Sérkennilegt ástand hjá Auto Park – Eigendaskipti í skugga ógreiddra launa
Fréttir
Í gær

Sönn saga sem sló í gegn og er uppseld hjá útgefanda

Sönn saga sem sló í gegn og er uppseld hjá útgefanda