fbpx
Laugardagur 18.október 2025
Fréttir

„Á ekki að hóta því að loka á þjónustu fyrir börnin ef foreldrar eru fátækir og geta ekki greitt“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 16. júní 2023 14:00

Mynd: Unsplash.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Börn hafa engar tekjur og eiga ekki að greiða gjöld,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.

Sanna Magdalena Mörtudóttir

Tilefnið er fyrirspurn sósíalista um hvort lokað væri á þjónustu hjá borgarbúum vegna vanskila, meðal annars vegna vanskila frístundaheimilisgjalda og leikskólagjalda.

Samkvæmt svarbréfi höfðu 78 uppsagnir vegna vanskila frístundaheimilisgjalda verið sendar út á skólaárinu 2022/2023. 13 börn höfðu hætt þar sem ekki var leyst úr þeirra málum. Til viðbótar voru 7 uppsagnir sem áttu að taka gildi 31. maí 2023 ef ekkert yrði að gert. Á sama voru 84 uppsagnir vegna vanskila leikskólagjalda sendar út. 2 börn höfðu hætt þar sem ekki var leyst úr þeirra málum. Til viðbótar voru 2 uppsagnir sem áttu að taka gildi 1. júní 2023 yrði ekkert að gert. 

„Verkferlar eru til staðar sem eiga að tryggja að börn verði ekki af þjónustu vegna fjárhagsvanda foreldra en það er grafalvarlegt að börnum geti verið sagt upp þjónustu vegna þess,“ segir Sanna.

40 umsóknir vanskilamerktar

Vanskilamerking var á 15 umsóknum um leikskólavist, það er nýjum umsóknum og flutningsumsóknum, af þeim eru 6 börn á leikskólaaldri sem voru komin með boð um leikskólavistun þar sem greiðandi var í vanskilum og börnin gátu ekki hafið vistun nema búið væri að gera upp skuld eða semja um hana. Vanskilamerking var á 25 umsóknum um vistun á frístundaheimili fyrir komandi skólaár. Til að vistun gefi hafist í haust verður að vera búið að gera upp skuld eða semja um hana. Ekki eru til formlegar reglur um skólamáltíðir og er ekki sagt upp vegna vanskila þeirrar þjónustu.

58 börn geta ekki mætt á sumarfrístundanámskeið

Vegna skráningu barna í sumarfrístundanámskeið, sem hefst í júní, voru vanskil skráð hjá 58 greiðendum. Til að börnin geti mætt í sumarfrístundanámskeið verður að vera búið að greiða skuld eða semja um hana. 

„Við Sósíalistar ítrekum mikilvægi þess að börn verði ekki af þjónustu vegna fjárhagserfiðleika foreldra. Það á ekki að hóta því að loka á þjónustu fyrir börnin ef foreldrar eru fátækir og geta ekki greitt.“

Lokað fyrir rafmagn í 164 tilvikum í ár

Í svari borgarinnar má sjá að Orkuveita Reykjavíkur lokaði fyrir þjónustu hjá einstaklingum í 339 tilvikum vegna vanskila, nánast alltaf var um lokun á rafmagni að ræða. Það sem af er árinu 2023 verið verið lokað fyrir þjónustu í 164 tilvikum.

122 fyrrverandi leigjendur eru í vanskilum við Félagsbústaði vegna félagslegs húsnæðis.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bjarki Fjarki hlaut 5 ár fyrir nauðgun – Taldi brotaþola hafa samþykkt BDSM-kynlíf

Bjarki Fjarki hlaut 5 ár fyrir nauðgun – Taldi brotaþola hafa samþykkt BDSM-kynlíf
Fréttir
Í gær

Maður sem gat ekki hætt að svíkja undan skatti dæmdur í tveggja ára atvinnurekstrarbann

Maður sem gat ekki hætt að svíkja undan skatti dæmdur í tveggja ára atvinnurekstrarbann
Fréttir
Í gær

Heimir Karls fengið nóg: „Ég get eiginlega ekki orða bundist“

Heimir Karls fengið nóg: „Ég get eiginlega ekki orða bundist“
Fréttir
Í gær

Pentagon hjólar í nýja þætti á Netflix – „Woke-rusl“

Pentagon hjólar í nýja þætti á Netflix – „Woke-rusl“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Samkeppniseftirlitið bregst við hótunum banka um vaxtahækkanir – „Brot á samkeppnislögum geta varðað ströngum viðurlögum“

Samkeppniseftirlitið bregst við hótunum banka um vaxtahækkanir – „Brot á samkeppnislögum geta varðað ströngum viðurlögum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Aukist að fólk geri upp glænýjar íbúðir – Nýjum innréttingum og gólfefnum fargað

Aukist að fólk geri upp glænýjar íbúðir – Nýjum innréttingum og gólfefnum fargað