fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Pútín tilkynnti Rússum að úkraínskar hersveitir hefðu ráðist inn í Rússland – Ekki var allt sem sýndist

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 6. júní 2023 04:14

Vladimir Pútín. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar í nokkrum rússneskum héruðum heyrðu í gær Vladímír Pútín segja í útvarpi að úkraínskar hersveitir hefðu ráðist yfir landamærin og inn í Rússland og að nú væri búið að lýsa yfir neyðarástandi.

„Úkraínskar hersveitir, vel búnar vopnum frá NATO og studdar af Bandaríkjunum, hafa ráðist inn í Rostov, Belgorod og Voronezj“ heyrðist forsetinn segja.

En þetta var í raun ekki Pútín heldur einhver sem þóttist vera hann og tókst að komast inn í útsendingar fjölda útvarpsstöðva með tölvuárás.

Þetta sagði Dmitry Peskov, talsmaður rússnesku ríkisstjórnarinnar, að sögn rússnesku ríkisfréttastofunnar RIA. Sagði hann að allt sem sagt var hafi verið lygi.

Ekki er vitað hvor einstaklingur var að verki eða hópur.

Á sunnudaginn voru þrjótar einnig að verki þegar þeir hökkuðu sig inn á margar sjónvarpsstöðvar á Krím og sýndu upptökur af úkraínskum hermönnum sem setja fingurinn upp að vörum sér og sussa. Þetta er myndband sem úkraínska ríkisstjórnin birti um helgina á Twitter í tengslum við gagnsókn Úkraínumanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum