fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

Hneyksli í Þýskalandi: Pink Floyd-goðsögn sætir lögreglurannsókn eftir að hafa troðið upp í nastistabúningi

Fókus
Föstudaginn 26. maí 2023 07:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pink Floyd-goðsögnin Roger Waters sætir nú lögreglurannsókn í Þýskalandi eftir að hafa troðið upp í nastistabúningi í Berlín um liðna helgi.

Waters klæddist svörtum leðurjakka með rauðum armböndum sem virtist innblásinn af SS-sveitum Þýskalands á tímum seinni heimstyrjaldarinnar.

Þá þóttist hann skjóta á áhorfendur með gervibyssu en yfir hópnum sveimaði risastórt uppblásið svín sem meðal annars var merkt Davíðsstjörnunni.

Þá var nöfnum fólks sem dó í seinni heimsstyrjöldinni varpað á skjá á sviðinu, meðal annars nafn Önnu Frank.

Málið hefur vakið talsverða hneykslan í Þýskalandi og nú hefur lögreglurannsókn verið sett af stað.

Waters hefur áður verið sakaður um að vera andstæðingur gyðinga, meðal annars af Polly Samson, eiginkonu David Gilmour hljómsveitarfélaga hans, sem lét þau orð falla í viðtali í byrjun árs.

Waters hefur neitað því og hóf meðal annars tónleikana í Berlín á að vísa því alfarið á bug.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stórfurðulegt skuldamál – Segjast hafa lánað konu í Hafnarfirði tugi milljóna samkvæmt munnlegu samkomulagi

Stórfurðulegt skuldamál – Segjast hafa lánað konu í Hafnarfirði tugi milljóna samkvæmt munnlegu samkomulagi
Fréttir
Í gær

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur segir Donald Trump sýna merki um elliglöp

Sérfræðingur segir Donald Trump sýna merki um elliglöp