fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Fréttir

Enska úrvalsdeildin: Manchester City er Englandsmeistari eftir óvænt tap Arsenal

Victor Pálsson
Laugardaginn 20. maí 2023 18:31

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nottingham Forest 1 – 0 Arsenal
1-0 Taiwo Awoniyi(’19)

Manchester City er Englandsmeistari árið 2023 eftir úrslit dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Man City á eftir að spila sinn leik um þessa helgi en liðið spilar við Chelsea á morgun en þarf ekki á stigum að halda í þeirri viðureign.

Ástæðan er sú að Arsenal tapaði gegn Nottingham Forest á útivelli í lokaleik dagsins sem þýðir að þeir bláklæddu eru með fjögurra stiga forskot er Arsenal á aðeins einn leik inni.

Arsenal getur mest komist í 84 stig á meðan Man City er með 85 stig fyrir leikinn á morgun og er titillinn því tryggður.

Man City á góðan möguleika á að ná í þrennuna á tímabilinu en liðið á eftir úrslitaleik í bikar sem og í Meistaradeildinni.

Í leik dagsins skoraði Taiwo Awoniyi eina markið sem tryggði Forest sigur á 19. mínútu. Liðið er nú öruggt með sæti sitt í efstu deild.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum
Fréttir
Í gær

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti