fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
Fréttir

Prigozhin sagður hafa boðist til að segja Úkraínumönnum frá staðsetningu rússneskra hersveita

Ritstjórn DV
Mánudaginn 15. maí 2023 06:46

Yevgeny Prigozhin er eigandi Wagner Group.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yevgeny Prigozhin, leiðtogi Wagnerhópsins, bauðst í janúar til að skýra úkraínskum stjórnvöldum frá staðsetningu rússneskra hersveita í Úkraínu. Í staðinn áttu Úkraínumenn að hörfa frá Bakmut í austurhluta landsins en hart hefur verið barist um bæinn í marga mánuði.

The Washington Post skýrir frá þessu og byggir þetta á bandarískum leyniþjónustuskjölum sem var lekið á netið. Segir blaðið að Úkraínumenn hafi hafnað þessu boði.

Prigozhin sem er, eða að minnsta kosti var, náinn bandamaður Vladímír Pútíns hefur margoft hótað að kalla málaliða sína frá Bakhmut vegna skorts á skotfærum en hann hefur sakað yfirstjórn rússneska hersins um að vilja ekki útvega Wagner nóg af skotfærum.

The Washington Post segir að Prigozhin hafi sett tilboð sitt fram í gegnum tengiliði sína hjá úkraínsku leyniþjónustunni.

Talsmenn Hvíta hússins vildu ekki svara spurningum um tilboðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið
Fréttir
Í gær

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óttast að nágranninn færi heita pottinn – „Er ég á einhvern hátt ósanngjarn ef ég vil ekki horfa á annað fólk baða sig af svölunum hjá mér?“

Óttast að nágranninn færi heita pottinn – „Er ég á einhvern hátt ósanngjarn ef ég vil ekki horfa á annað fólk baða sig af svölunum hjá mér?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“