fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Þekktur lögmaður kærður fyrir meinta nauðgun á eiginkonu skjólstæðings

Ritstjórn DV
Mánudaginn 8. maí 2023 09:45

Fangelsið á Hólmsheiði mynd/Fangelsismálastofnun

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögmaður hefur verið kærður til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot gagnvart eiginkonu skjólstæðings síns. Vísir greinir frá þessu en umræddur lögmaður er með málsflutningsréttindi fyrir Landsrétti. Fram kemur að hin meintu brot lögmannsins eru sögð hafa átt sér stað á meðan  skjólstæðingur hans var í einangrun á Hólmsheiði.

Lögmaðurinn er meðal annars sakaður um að hafa brotið á eiginkonunni á geðdeild Landspítalans þar hafði hún verið lögð inn skömmu eftir gæsluvarðhalds úrskurð eiginmannsins.

Vegna lögmannsstarfsins er málið í flýtimeðferð samkvæmt heimildum fréttastofu Vísis. Fram kemur að lögmaðurinn hafi viðurkennt í skýrslutöku hjá lögreglu að hafa haft samfarir við konuna „fimm til tíu sinnum“ en neiti því alfarið að hafa nauðgað konunni. Um hafi verið að ræða framhjáhald með samþykki beggja aðila.

Í umfjöllun Vísis kemur fram að fréttastofan hafi undir höndum ýmis gögn sem styðja frásögn konunnar. Meðal annars vottorð sálfræðings frá Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni, ásamt vottorði frá Stígamótum sem segir að konan hafi sótt ráðgjöf og lýst því að „hún sé að fást við fjölmargar og alvarlegar afleiðingar sem eru algengar eftir kynferðisofbeldi.“

Nánar er fjallað um málið á vef Vísis

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“