fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Hugmyndir um fluglest til Keflavíkur komnar á skrið á ný

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 4. maí 2023 06:36

Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugmyndir um að fluglest frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur eru aftur komnar á skrið en verkefnið hefur legið í dvala um nokkurra ára skeið. Nú er horft til þess að lestin stoppi í Smáralind eða Kringlunni sem yrði mun ódýrari lausn en fyrri hugmyndir um að endastöðin yrði BSÍ. Þetta kemur fram í umfjöllun Morgunblaðsins í dag.

Í umfjölluninni kemur fram að Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, hafi boðað til ráðstefnu um verkefnið í september næstkomandi. Áhugi sé hjá nokkrum sendiráðum hérlendis að tengja lestar- og lestarþróunarfyrirtæki inn í þá vinnu hérlendis.

Áætlanir hafa gert ráð fyrir því að lestin yrði ofanjarðar frá Keflavík og að Straumsvík en þaðan yrðu grafin 15-16 km göngað BSÍ sem yrðu að 40 metra dýpi. Ef endastöðin yrði Smáralind eða Kringlan styttast þau göng að minnsta kosti um á annan kílómetra.

Runólfur Ágústsson, stjórnarmaður í Fluglestinni þróunarfélagi ehf. segir að kostnaðurinn geti hlaupið á um 140 milljörðum króna og að hann hafi alltaf verið þeirrar skoðunar að það sé ekki spurning um hvort heldur hvenær lest til Keflavíkurflugvallar verði að veruleika.

Verkefnið hefur legið í dvala í nokkur ár en það skýrðist af því að Hafnfirðingar vildu ekki skrifa undir viljayfirlýsingu um verkefnið, ólíkt öðrum sveitarfélögum sem koma að því.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“