Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu þar sem varað er við fjársvikum óprúttinna aðila sem freista þess að taka út vörur í reikning í nafni virtra fyrirtækja, sækja vörurnar en greiða ekki reikninginn.
Hringbraut.is greinir frá þessu. Í fréttinni segir:
„Við þessi fjársvik hafa óprúttnir aðilar notfært sér annað hvort fyrirtæki með gott lánshæfismat, sem þeir hafa nýverið tekið yfir, eða fyrirtæki sem þeir segjast eiga eða starfa fyrir, en koma ekki að með neinum hætti í raun.
Rekstraraðilar þurfi því að vera vakandi fyrir því og kanna hvort fyrirtæki sem vill komast í reikningsviðskipti hefur nýverið skipt um eigendur, framkvæmdastjóra, prókúruhafa eða stjórnarmenn.“
Minnt er á mikilvægi þess að hafa samband símleiðis áður en fallist er á að stofna til reikningsviðskipta eftir beiðni um slíkt í tölvupósti.