fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Martröð í sumarbústað – Sakaður um viðurstyggileg brot gegn eiginkonu og „viðvarandi ógnarástand“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 2. maí 2023 20:30

Mynd: Getty. Tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann sjöunda júní næstkomandi verður aðalmeðferð fyrir Héraðsdómi Reykjaness í máli sem Héraðssaksóknari hefur höfðað á hendur manni fyrir gróf kynferðisbrot og stórfelld brot í nánu sambandi. Þinghaldið verður lokað enda málið viðkvæmt.

Meint brot áttu sér stað árið 2020 og beindust gegn þáverandi eiginkonu mannsins. Ákæran er í þremur liðum og er fyrsta brotið sagt hafa átt sér stað á heimili hjónanna þann 13. maí 2020. Er maðurinnn þá sagður hafa nauðgað konunni bæði í leggöng og endaþarm og notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum vegna svefndrunga og ölvunar. Ennfremur segir í ákæru að konan hafi hlotið smáfleiður á innanverðum skapabörmum, punktablæðingar í slímhúð neðan við þvagrásarop og gyllinæðagúl við endaþarm.

Annað meint brot átti sér stað í sumarbústað í nóvember árið 2020. Maðurinn er þar sagður hafa beitt konuna aflsmun og ítrekað haft þannig samfarir við hana gegn vilja hennar. Tilraunir konunnar til að komast undan ofbeldi mannsins báru engan árangur og hljóp hún meðal annars undan honum inn í eldhús en hann elti hana, hélt á henni aftur inn í svefnherbergi og hélt áfram að brjóta á henni.

Í þriðja lagi er maðurinn sakaður um stórfelld brot í nánu sambandi með því að hafa framið þessi tvö fyrrgreindu kynferðisbrot og „þannig ítrekað, alvarlega og á sérstaklega meiðandi hátt brotið alvarlega gegn þáverandi eiginkonu sinni og skapað viðvarandi ógnarástand í sambandi þeirra sem olli A andlegum þjáningum, kúgun og vanmætti sem hún upplifði við þessar aðstæður sem ógnuðu heilsu og velferð hennar,“ eins og segir orðrétt í ákæru.

Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Konan krefst þess að maðurinn greiði henni 5,5 milljónir króna í miskabætur vegna ofbeldisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“
Fréttir
Í gær

Níu gistu fangageymslur í nótt

Níu gistu fangageymslur í nótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni