fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Gagnrýnir skort á neyðarþjónustu í kjölfar andláts Hjartar Howser við Gullfoss – Viðbragðsaðilar komu eftir tæpa klukkustund

Ritstjórn DV
Mánudaginn 1. maí 2023 07:33

Gullfoss. Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fréttamiðlar greindu frá féll tónlistar- og leiðsögumaðurinn Hjörtur Howser frá þann 24. apríl síðastliðinn en hann varð bráðkvaddur við ferðamannaperluna Gullfoss þar sem hann var við störf. Sjónarvottar segja að Hjörtur hafi skyndilega hnigið niður og nærstaddir reynt að hnoða hann í kjölfarið auk þess sem hringt var á neyðarlínuna. Tæp klukkustund leið hins vegar frá því að hringt var og þar til sjúkrabíll kom á vettvang en þá var Hjörtur látinn. Þetta kemur fram í viðtali við kollega Hjartar,  Halldór Jón Jóhannesson, á Vísi en hann gagnrýnir harðlega skort á neyðarþjónustu við ferðamannastaðnum vinsæla.

Halldór Jón kom að Hirti til aðstoðar um leið og hann hneig niður. Hann hóf hjartahnoð þar til franskur læknir og tveir hjúkrunarfræðingar, sem voru stödd þar fyrir tilviljun, tóku við og þá hringdi hann í Neyðarlínuna. Símasamband var hins vegar slæmt og þurfti Halldór að hringja tvisvar inn með tilheyrandi töfum. Þegar aðstoðin barst loksins var það orðið of seint.

Sjá einnig: Hjörtur Howser fallinn frá

Halldór Jón telur að aðstæður séu í dag óviðunandi. Hann bendir á að Gullfoss og Geysir séu vinsælustu ferðamannastaðir landsins og sé því nauðsynlegt að þar sé neyðarmiðstöð með sjúkrabíl, sjúkrabílstjóra og góðum tækjum.

„Ef það hefði verið eitthvað slíkt þarna hefði það sennilega getað skipt sköpum,“ segir Halldór. „Að horfa svona upp á vin sinn og kollega, maður er svo hjálparlaus. Þetta var gríðarlegt áfall,“ segir Halldór Jón.

Hann segir að megn óánægja sé meðal leiðsögumanna og málið sé skýrt dæmi um þá bresti sem eru í viðbragðsþjónustu á landsbyggðinni.

Nánar er fjallað um málið á vef Vísis.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“