fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Hjónin mættu tæpum þremur tímum fyrir brottför en misstu samt af fluginu

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 26. apríl 2023 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samgöngustofa hefur hafnað kröfu eldri hjóna sem misstu af flugi með Wizz air frá Keflavíkurflugvelli til Vínarborgar í apríl í fyrra.

Forsaga málsins er sú að þann 2. apríl 2022, klukkan 13:08, fengu hjónin tilkynningu um að brottför á flugi þeirra þeirra til Vínarborgar væri seinkað um eina klukkustund og 45 mínútur.

Hjónin tóku þá ákvörðun um að seinka för sinni til Keflavíkurflugvallar og voru þau mætt til innritunar á flugvellinum eftir klukkan 18:10. Þegar hjónin ætluðu að innrita sig í flugið var þeim tjáð að búið væri að loka fyrir innritun í flugið.

Hjónin fóru fram á staðlaðar bætur og endurgreiðslu kostnaðar á grundvelli reglugerðar EB þar að lútandi.

Bjó rétt hjá flugvellinum

Það var sonur hjónanna sem kvartaði upphaflega til Wizz air vegna málsins en í kvörtun hans kom fram að foreldrar hans hefðu fengið SMS fyrr þennan sama dag þess efnis að fluginu myndi seinka um tvær klukkustundir. Í stað brottfarar klukkan 18:40 var áætluð brottför klukkan 20:45.

„Ég bý fimm mínútum frá flugvellinum þannig að auðvitað ákváðu þau að bíða heima þar til þremur klukkustundum fyrir brottför í stað þess að bíða á flugvellinum.“

Sonurinn sagðist því hafa ekið foreldrum sínum á flugvöllinn klukkan 18 og aðstoða þau við að innrita sig. Það gekk hins vegar illa því þremenningarnir fengu þau skilaboð frá starfsmanni flugvallarins að innritun í flugið væri lokið. „Hún skildi ekki alveg hvers vegna en tölvan vildi ekki hleypa henni í gegn. Þau voru ekki með neinn farangur og voru bara með bakpoka með sér. Meðan við biðum kíkti ég á Flightradar24 og sá að vélin var enn tveimur tímum frá því að lenda í Keflavík,“ sagði sonur hjónanna.

Innritunartíminn enn sá sami

Í svari sem Wizz air sendi vegna kvörtunarinnar kom fram að flugfélagið væri ekki bótaskylt vegna þess að þó að brottfarartími hefði breyst væri innritundartíminn enn sá sami. Undir þetta tók Samgöngustofa í úrskurði sínum sem féll fyrr í þessum mánuði.

„Í máli þessu fengu kvartendur sannanlega skilaboð sem tilkynntu um breyttan brottfarartíma og áætlanir um seinkun á brottför um rúmlega tvær klukkustundir. Hins vegar fengu kvartendur ekki tilkynningu um breyttan innritunartíma. Með hliðsjón af framangreindu telur SGS að þar sem að kvartendur fengu ekki tilkynningu um breyttan innritunartíma hefðu þau átt að mæta til innritunar á upprunalegum og tilkynntum innritunartíma óháð skilaboðum sem gáfu til kynna að brottför flugsins hefði seinkað. Þar sem kvartendur mættu of seint til innritunar er ekki um bótaskylda neitun á fari að ræða. Ber því að hafna kröfum kvartenda,“ segir í niðurstöðunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“