fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Sá látni í skipsbrunanum í Njarðvíkurhöfn var frá Póllandi og starfaði sem kokkur um borð

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 25. apríl 2023 10:39

Yfirlitsmynd yfir Njarðvík

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður lést þegar eldur kviknaði í skipinu Grímsnesi GK-555  í Njarðvíkurhöfn í nótt. Hinn látni var frá Póllandi, var á fimmtugasta aldursári og starfaði sem kokkur um borð. Þetta kemur fram í frétt Vísis sem birtist fyrir stundu.

Fram kemur að maðurinn láti eftir sig eiginkonu og börn í Póllandi. Að sögn skipstjórans, Sigvalda Hólmgrímssonar, hefur hinn látni starfað hér á landi í um tvo áratugi.

Alls voru sjö um borð í skipinu þegar eldur kviknaði um borð um tvöleytið í nótt. Halda átti út í róður í morgunsárið og því var áhöfnin sofandi um borð. Eldurinn dreifðist hratt um bátinn en fjórir í áhöfninni komust í land af sjálfsdáðum. Tveir voru fluttir slasaðir á  Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem öðrum, sem brenndist illa, er haldið sofandi.

Reykkafarar Slökkviliðs Suðurnesja fóru um borð í skipið og náðu þriðja manninum út, meðvitundarlausum, en endurlífgunartilraunir báru ekki árangur.

Í viðtalinu segir Sigvaldi að ekki liggi fyrir hvernig eldurinn hafi kviknað um borð. Hann hafi heyrt mismunandi sögur frá þeim áhafnarmeðlimum sem eru til frásagnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe