Þetta kemur fram í bandarískum leyniskjölum sem var nýlega lekið á netið. Fram kemur að GUR, leyniþjónusta úkraínska hersins, hafi gert áætlanir um hvernig væri hægt að gera leynilegar árásir á rússneska hermenn í Sýrlandi. The Washington Post skýrir frá þessu.
Markmiðið með þessu var að valda Rússum svo miklu tjóni í Sýrlandi að þeir myndu neyðast til að flytja hermenn frá Úkraínu til Sýrlands.
The Washington Post segir að í desember hafi Volodymyr Zelenskyy, forseti, fyrirskipað leyniþjónustunni að hætta við þessa áætlun.