fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Haraldur tilkynnir um opnun ástríðuverkefnisins með eftirtektarverðum hætti – Lætur engan ósnortinn

Fókus
Mánudaginn 24. apríl 2023 17:03

Haraldur Þorleifsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haraldur Ingi Þorleifsson, stofnandi Ueno, greindi frá því á Twitter-síðu sinni í að kaffihúsið Anna Jóna, sem er nefnt í höfuðið á móður hans, væri nú formlega opið. Frumkvöðullinn hefur áður opnað sig um þá sáru reynslu að vera á barnsaldri þegar að móðir hans féll frá og því hafi hann viljað heiðra minningu hennar með þessum hætti. Ekki er aðeins um kaffihús að ræða heldur bar og kvikmyndahús þar sem valið efni verður sýnt við hin ýmsu tækifæri.

Haraldur Ingi tilkynnti um opnunina með afar fallegum texta um móður sína sem hefur vakið talsverða athygli á samfélagsmiðlinum og lætur augljóslega engan ósnortinn. Þar ræðir hann stuttlega um móður sína og þau áhrif sem hún hafði á líf hans og hvernig minningin um hana endurspeglar rekstur kaffihússins.

Hér má lesa íslenska þýðingu af tilkynningu Haraldar Inga:

Ég bjó til þennan stað í minningu móður minnar, Önnu Jónu Jónsdóttir. Hún var listamaður og búningahönnuður.

Og eins og margar aðrar mæður þá var hún besta mamma í heimi.

Hún var hlý, góð og gefandi. Hún gat búið til allskonar úr engu.

Hún kenndi mér að sjá fegurðina í öllu. Til að leita eftir gleðinni, jafnvel á erfiðum stundum.

Ég ólst upp ásamt henni handan þessarar götu. Þetta var ein af uppáhalds byggingunum hennar.

Ég missti hana þegar ég var 11 ára gamall. Það eru meira en 35 ár síðan en samt hugsa ég um hana á hverjum degi.

Von mín er sú að þessi staður muni verða til þess að þú upplifir öryggi og umönnun. Að maturinn og drykkirnir okkar bragðist eins og að þeir hafi verið útbúnir sérstaklega fyrir þig, af einhverjum sem er annt um þig.

Að þú búir hérna til nýjar minningar með vinum þínum, fjölskyldu eða bara einn með þér sjálfum. Og kannski, eftir nokkur ár, muntu líta til baka og rifja upp þá minningu sem þú hefur af þessum stað.

Takk fyrir að gefa okkur tíma þinn. Við vitum að hann er dýrmætur.

Færsla Haraldar Inga

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir