Það er því fullt tilefni til að velta fyrir sér af hverju sóknin er ekki hafin. Breska varnarmálaráðuneytið sagði í nýlegri stöðufærslu um gang stríðsins að mikil bleyta sé nú í Úkraínu og það geri báðum stríðsaðilum erfitt fyrir en reikna megi með að ástandið batni á næstum vikum.
Anders Puck Nielsen, sérfræðingur við danska varnarmálaskólann, sagði í samtali við B.T. vorsóknin byggist á því að hægt sé að komast leiðar sinnar og ef Úkraínumenn vilji ná hernumdu svæðunum aftur á sitt vald þá sé það tíminn frá maí fram í október sem bjóði upp á bestu skilyrðin.
Hann sagðist telja að bestu skilyrðin séu frá því í miðjum maí og fram eftir ári. „En auðvitað geta atburðir átt sem stað sem þýða að gagnsóknin frestast um nokkrar vikur. Til dæmis slæmt veður,“ sagði hann.
Hann sagði að þetta og sú staðreynd að frá miðjum maí verði Úkraínumenn væntanlega tilbúnir með öll þau vopn sem þeir hafa fengið frá Vesturlöndum sem og að þá verði þjálfun úkraínskra hermanna erlendis lokið benda til að sóknin hefjist líklega þá.