fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Varpa ljósi á dóminn yfir Kristjáni Einari – Dæmdur fyrir ofbeldisfullt rán á Spáni

Ritstjórn DV
Föstudaginn 21. apríl 2023 11:37

Kristján Einar, oft kallaður Kleini. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Einar Sigurbjörnsson sjómaður, oft kallaður Kleini, var dæmdur í tæplega fjögurra ára fangelsi á Spáni í nóvember í fyrra fyrir ofbeldisfullt rán í Malaga.

Heimildin fjallar ítarlega um dóminn í nýjasta tölublaði sínu. Í umfjölluninni kemur fram að dómurinn, þriggja ára og níu mánaða fangelsi, hafi verið skilorðsbundinn til þriggja ára. Kristján sat í varðhaldi í átta mánuði áður en honum var sleppt í nóvember síðastliðnum.

Heimildin bendir á að Kristján Einar hafi komið fram í viðtölum eftir að hann kom til Íslands og sagt að hann hefði ekki gert neitt af sér sem verðskuldaði fangelsi.

Raunin er þó önnur ef marka má dóminn sem Heimildin fjallar um. Kristján og annar maður, Odin K.F., réðust að tveimur einstaklingum og rændu þeir annað fórnarlamb sitt og gerðu tilraun til að ræna hitt. Brotin voru framin síðla nætur og er tekið fram að Kristján og Odin hafi verið undir áhrifum fíkniefna.

Í dómnum er atvikum lýst en fyrsta brot þeirra beindist að manni fyrir utan skyndibitastað í götunni Lazcano. Hrintu þeir honum utan í vegg á sama tíma og annar þeirra beindi oddhvössum hlut að kvið fórnarlambsins. Rifu þeir peningaseðla af manninum sem hann var með á sér, en um var að ræða 40 evrur. Að svo búnu hlupu þeir í burtu. Þá er ránstilrauninni gegn hinum einstaklingnum lýst.

Tekið er fram í frétt Heimildarinnar að Kristján Einar hafi játað sök í málinu.

Eins og að framan greinir hefur Kristján Einar gert lítið úr atvikinu í samtölum við fjölmiðla hér á landi. Hefur hann lýst því að um hafi verið að ræða „fyllerísslagsmál“ og hann hafi ekki gert neitt af sér sem réttlætir fangelsisdóm.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Lögreglan á Suðurnesjum ætlar ekki að hefja nýja rannsókn á Geirfinnsmálinu – Bókarhöfundar nafngreindu meintan banamann Geirfinns

Lögreglan á Suðurnesjum ætlar ekki að hefja nýja rannsókn á Geirfinnsmálinu – Bókarhöfundar nafngreindu meintan banamann Geirfinns
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar
Fréttir
Í gær

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram
Fréttir
Í gær

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín
Fréttir
Í gær

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn
Fréttir
Í gær

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina