fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Stórkostleg tíðindi – Filippa fannst á lífi – 32 ára karlmaður handtekinn

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 16. apríl 2023 13:17

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danska lögreglan boðaði til fréttamannafundar fyrir nokkrum mínútum þar sem hún skýrði frá því að hin 13 ára Filippa, sem hafði verið leitað síðan í gær, hafi fundist á lífi. 32 ára karlmaður hefur verið handtekinn vegna málsins.

Augljóst var að Kim Kliver og Rune Dahl Nilsson, sem komu fram á fréttamannafundinum fyrir hönd lögreglunnar, voru djúpt snortnir og ekki laust við að tár læddust fram á hvarm þeirra og annarra.

Til stóð að fréttamannafundurinn hæfist klukkan 15 að dönskum tíma en honum var frestað um nokkrar mínútur vegna nýrra vendinga í rannsókn málsins. Þegar Kliver og Nilsson komu síðan á fundinn um 10 mínútum síðar fluttu þeir fréttamönnum, og dönsku þjóðinni, þau gleðitíðindi að hún hefði fundist á lífi. Hún fannst rétt áður en fréttamannafundurinn hófst.

Kliver og Rune vildu ekki skýra frá hvaða kærur bíða hins handtekna en hann verður færður fyrir dómara þar sem farið verður fram á gæsluvarðhald yfir honum. Ljóst er að hann er grunaður um alvarlegt afbrot fyrst lögreglan mun fara fram á gæsluvarðhald yfir honum.

Aðspurður sagði Kliver að fleiri en einn hafi verið handteknir vegna málsins en vildi ekki fara nánar út í af hverju eða hversu margir.

Hann vildi ekki skýra frá ástandi Filippa annað en að hún væri með meðvitund. Hann vildi ekki skýra frá hvort einhver tengsl séu á milli Filippa og 32 ára mannsins.

Filippa er ekki komin til fjölskyldu sinnar enn sem komið er.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“